Aðild að Félagi ferðaþjónustubænda



Aðild að Félagi ferðaþjónustubænda

Félag ferðaþjónustubænda er búgreinafélag og fá félagar aðild að Bændasamtökum Íslands með inngöngu sinni. Þegar ferðaþjónustubóndi hefur gengið til samninga við Hey Iceland /Ferðaþjónustu bænda hf. er viðkomandi orðinn félagi í Félagi ferðaþjónustubænda.

Grunnforsenda aðildar er að staðurinn hafi leyfi til reksturs, sé staðsettur úti á landsbyggðinni og meginreglan er að reksturinn sé á lögbýli. Reglur um félagsaðild er í endurskoðun árið 2019.

Leyfi til reksturs byggir á eftirfarandi:

    • Rekstrarleyfi frá sýslumanni/lögreglustjóra fyrir viðkomandi ferðaþjónustu. 
      • Leyfi frá heilbrigðisfulltrúa
      • Leyfi frá vinnueftirliti
      • Leyfi frá eldvarnareftirliti
      • Samþykki byggingarfulltrúa
    • Reglugerð Samgönguráðuneytisins um veitinga- og gististaði

 
Áður en sótt er um inngöngu er nauðsynlegt að kynna sér áherslur Hey Iceland á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu og flokkun á gistingu.

Nánari upplýsingar um aðild að Hey Iceland veitir Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri - berglind@heyiceland.is,  sími: 570 2710.





Verðskrá fyrir aðild að Félagi ferðaþjónustubænda

 

Ársgjald til Félags ferðaþjónustubænda

    • Grunngjald á stað með afþreyingu kr. 15.000,-
    • Grunngjald á gististað með fjölda rúma 0-20 kr. 15.900,-
    • Grunngjald á gististað með fjölda rúma 21-50 kr. 21.350,-
    • Grunngjald á gististað með fjölda rúma 51 og yfir kr. 26.650,-
    • Kr. 300,- á hvert rúm ef herbergi er án baðs/sumarhús
    • Kr. 400,- á hvert rúm ef herbergi er með baði
    • Rúmagjald fellur niður  hjá þeim félögum sem eru komnir inn í Vakann

 


Til athugunar fyrir þá sem hyggja á rekstur í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa hefur tekið saman lítið rit með ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem hyggja á rekstur í ferðaþjónustu. Þar er farið yfir þætti er lúta að leyfismálum, hvernig hægt er að koma sér á framfæri og fjallað um stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að hjálpa fólki fyrstu skrefin og auðvelda því að leita sér upplýsinga.

Til athugunar fyrir þá sem hyggja á rekstur í ferðaþjónustu. Ferðamálastofa, maí 2012