Vatnsholt v/ Villingaholtsvatn



Vatnsholt v/ Villingaholtsvatn

Reisulegt sveitabýli í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi. Vatnsholt er staðsett við Villingaholtsvatn og er með tignarlegt útsýni til allra átta. Í góðu veðri má sjá vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Fjölskylduvænn staður þar sem ýmis afþreying er í boði fyrir ferðamenn og tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem ætla að skoða sig um á Suðurlandi.  

Opið:  Allt árið (fyrir hópa). 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Veitingastaður
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Leiksvæði fyrir börn
  • Merktar gönguleiðir
  • Tjaldsvæði

Í nágrenni

  • Urriðafoss 10 km
  • Hestaleiga 15 km 
  • Jarðhitasundlaug á Selfossi 16 km 
  • Icelandic Wonders safn á Stokkseyri 21 km
  • Kajakferðir á Stokkseyri 21 km
  • Húsið byggðasafn á Eyrarbakka 28 km
  • Hveragarðurinn í Hveragerði 30 km
  • Eyjafjallajökull og eldfjall
  • Hekla

Gistiaðstaða

34 herbergi í uppbúnum rúmum, ýmist með sérbaði eða sameiginlegu baði, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi fyrir allt að 6 manns. Setustofa og eldunaraðstaða. Þrjú tveggja manna herbergi með sérbaði eru í sérstökum smáhýsum (15 m2). Ókeypis þráðlaust netsamband er í móttöku og í veitingasal en ef gestir vilja fá nettengingu inn á herbergið þá kostar það 1.000 kr.

Opnunartími gistingar fyrir einstaklinga er 1. feb. - 15. nóv.  Allt árið fyrir hópa.

 
Veitingar/máltíðir

Stór og rúmgóður veitingasalur sem rúmar allt að 225 manns í sæti. Máltíðir og léttir réttir í boði. Áhersla á hráefni beint frá býli, þar sem kostur er. Tilvalið fyrir hópa og einstaklinga. Ókeypis þráðlaus nettenging er í móttöku og veitingasal. Gestir hafa aðgang að stóru útigrilli á verönd við gistiheimilið.

 
Þjónusta/afþreying

Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni. Á bænum eru hundar, hestar, geitur, kettir, kanínur, hænur, kindur, svín og holdakýr. Hægt er að leigja bát og veiðistangir til að veiða í Villingaholtsvatni og/eða fara í fuglaskoðun. Reiðhjól eru einnig til leigu á staðnum fyrir þá sem vilja skoða Flóann á eigin afli. Fyrirmyndar leiksvæði fyrir börn og fullorðna, með veglegum útileiktækjum.

Kjöraðstæður eru til þess að horfa á norðurljósin á heiðskírum vetrarkvöldum. Næsta þéttbýli: Selfoss (16 km); sundlaug, verslanir, ýmis önnur þjónusta við ferðamenn og 9 holu golfvöllur. Safn um álfa, tröll og norðurljós (Icelandic Wonders Museum) og kajakasiglingar á Stokkseyri (21 km). Byggðasafn í Húsinu á Eyrarbakka (28 km). Hvera¬garðurinn í gróðurhúsaþorpinu Hveragerði (30 km).

 
Mesta víðsýni á Íslandi og vatnsmesti fossinn

Bærinn stendur skammt frá Villingaholtsvatni sem er á sléttlendinu vestur af jökulsánni Þjórsá. Héðan er mikið útsýni og hvergi á Íslandi er fjallahringurinn víðari og meiri, allt frá Reykjanesskaga í vestri og norður og austur um til suðurs. Ber þar mest á eldfjöllunum frægu, Heklu og Eyjafjallajökli. Vestmannaeyjar ber svo við sjónarrönd undan ströndinni. Sveitin er sléttlend og gaman að ferðast þar um á reiðhjóli. Urriðafoss í Þjórsá (10 km) er vatnsmesti foss landsins; hann fellur 6 metra fram af hraunbrún í fallegu og friðsælu umhverfi.

 
Ströndin, tröll, álfar og norðurljós

Suðurströndin vestan við ósa Þjórsár er skammt undan (16 km). Þar fellur úthafsaldan að svörtum söndum og brotnar með þungum nið á hraunskerjum framan við sjávarbakkana. Við ströndina eru tvö þorp, Stokkseyri og Eyrarbakki. Á Stokkseyri (21 km) er safn um þjóðsagnavættir og norðurljós, Icelandic Wonders Museum, og þar einnig gefst kostur á að fara í kajaksiglingu. Á Eyrarbakka (28 km), einum helsta versl¬unarstað á Suðurlandi á fyrrri öldum, er byggðasafn héraðsins í Húsinu, kaupmannshúsi staðarins, einni elstu byggingu á Íslandi, frá 1765.

 
Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Vestamannaeyjar

Vatnsholt er miðsvæðis á Suðurlandi og hentar vel til dagsferða þaðan til að heimsækja áhugaverða staði í þessum landshluta. Þar má nefna Þjóðgarðinn á Þingvöllum (60 km), Gullfoss (75 km), Geysi (70 km) og Þjórsárdal (74 km), einstaka náttúruparadís við rætur hálendisins, skammt frá Heklu. Sé haldið í austur eru um 50 km að Sögusetrinu á Hvolsvelli og 98 km að Skógafossi. Frá Landeyjahöfn (79 km) má taka ferju til Vestmannaeyja að morgni og snúa aftur til lands að kvöldi.

Gestgjafar: Margrét og Jóhann.

 

í nágrenni