Samstarfsverkefnið Hleðsla í hlaði
Tækifærin leynast víða til aðgerða í umhverfismálum og með samstarfsverkefninu Hleðsla í hlaði leggja Hey Iceland, Bændasamtök Íslands og Orkusetrið sitt af mörkum við að bæta lífsgæði og vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Verkefnið var sett á laggirnar í upphafi árs 2017 með það aðalmarkmið í huga að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitum landsins. Þéttara net hleðslustöðva hvetur til aukinna rafbílanotkunar og stuðlar að umhverfisvænni samgöngum.
Mörg okkar störfum í ferðaþjónustu og þar spila samgöngur lykilhlutverki. Það er því nærri lagi að beina sjónum að því hvernig við getum stuðlað að því að gera ferðalagið á milli staða umhverfisvænna. Rafbílavæðingin hér á landi hefur verið lengi í umræðunni sem mikilvægt framlag til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær rafbílavæðingin hefst af fullum krafti og því mikilvægt að við undirbúum farveginn fyrir þessa breytingu sem lið í aukinni þjónustu við gesti, sem og sýnum gott fordæmi með því að taka þátt í að styðja við aukna notkun rafbíla á landsvísu.
Skoða Hey Ísland gistingu sem býður upp á hleðslu í hlaði
Samstarfsaðilar Hleðslu í hlaði: