Hreint og öruggt
Á vaktinni í sóttvörnum / Loforð til viðskiptavina
Öryggi og velferð viðskiptavina er okkur hjá Hey Iceland og Bændaferðum hjartans mál. Með þátttöku í verkefni Ferðamálastofu Hreint og öruggt lofum við því að fylgja tilmælum yfirvalda hverju sinni og fara eftir leiðbeiningum embættis landlæknis á ferðaskrifstofunni. Síðast en ekki síst hvetjum við okkar samstarfsaðila til að standa við þetta loforð með okkur til að tryggja að viðskiptavinurinn upplifi sig í öruggum höndum hjá okkur.
Loforð okkar er að:
- fylgja tilmælum yfirvalda og fara eftir gildandi sóttvarnarreglum
- leggja mikla áherslu á þrif og sóttvarnir og fara eftir leiðbeiningum embættis landlæknis
- þrífa sameiginlega snertifleti vel og reglulega og vanda öll þrif
- upplýsa og þjálfa starfsfólk reglulega um auknar áherslur á þrif og sóttvarnir
- upplýsa og leiðbeina viðskiptavinum um áherslur okkar á þrif og sóttvarnir
- leggja mikla áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir; handþvott, notkun á handspritti, grímu og hönskum
- huga vel að nándarmörkum
- nota snertilausar lausnir eins og kostur er
- hvetja viðskiptavini til að huga vel að persónulegu hreinlæti og sóttvörnum
Með góðri samvinnu Hey Iceland og samstarfsaðila innan íslenskrar ferðaþjónustu, getum við lagt okkar af mörkum við að skapa viðskiptavinum öruggt umhverfi. Við erum öll saman í þessu og treystum við á að viðskiptavinir Hey Íslands taki þátt í þessu með okkur alla leið.
Loforð til viðskiptavina.