Ferðasýningin Íslandsperlur dagana 1. og 2. maí í Perlunni
28.04.2010
| Berglind Viktorsdóttir
Ferðasýningin Íslandsperlur verður haldin dagana 1. og 2. maí í Reykjavík, nánar tiltekið í Perlunni. Ferðaþjónusta bænda mun ásamt Beint frá býli og Opnum landbúnaði taka þátt í sýningunni en auk þessarra aðila standa að sýningunni markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu.
Tilgangurinn með sýningunni er að:
- að sýna og kynna fjölbreytileikann í ferðaþjónustunni á Íslandi.
- að veita almenningi tækifæri til að koma á einn stað í þeim tilgangi að kynna sér ferðaþjónustuna á Íslandi, smakka, skoða, spjalla og spyrja.
- að koma á framfæri nýjungum í ferðaþjónustu á komandi sumri, s.s. afþreyingu, bæjarhátíðir, gönguvikur, viðburði og fl.
- að kynna sérstaklega náttúrutengda ferðamennsku, s.s. fuglaskoðun, selaskoðun, hvalaskoðun, fjöruna og fjallið og til viðbótar, menninguna, söfn og sýningar, golfvellina, skíðasvæðin, heilsuferðaþjónustu og almannaþjónustu s.s. sundlaugar, tjaldsvæði og fl.
- að kynna og sýna innlenda matvælaframleiðslu (beint frá býli, matarklasa landshlutanna).
- að kynna starfsemi og samstarf hlutaðeigandi aðila fyrir almenningi, stuðningsaðila þeirra, ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum í greininni.
- að efla enn frekar samstarfið á milli landshluta, svæða, fyrirtækja og einstaklinga og að samstarfsaðilar okkar sjái hvað við erum að gera og verði varir við það.
- að kynna sérstaklega Upplýsingamiðstöðvar á landinu og þjónustu þeirra
- að kynna starfsemi Ferðamálastofu.
- að sýningin virki hvetjandi á landann til að ferðast um ALLT landið á þessu ári.
Sjáumst í Perlunni um helgina!
AUGLÝSING