Rauðaneshelgin 19. - 20. júní



Rauðaneshelgin 19. - 20. júní

14.06.2010 | Eva Rún Michelsen

 
Helgina 19. - 20. júní er svokölluð Rauðaneshelgin, sólstöðugleði við náttúruperluna Rauðanes í Þistilfirði. Skemmtileg dagskrá og má þar nefna síðdegissiglinu með hressandi harmonikkutónlist, gönguferð á Rauðanes með leiðsögn og fleira. 
 
Nánari dagskrá má finna hér að neðan og með því að smella hér.

 

 

 


 

Dagskráin

 
Laugardagur 19.júní

15:00 Síðdegissigling  með hressandi harmonikkutónlist, kakói og Rauðaneshringjum. Fjölskyldustemmingin ræður ríkjum í þessari ferð. 
 
20:00 Rómantísk kvöldsigling frá Þórshöfn að Rauðanesi. Léttar veitingar og ljúf tónlist.
Skráning í siglinguna hjá  Arctic Travel fyrir 18. júní í s. 893 8386/ 465 1323 eða með tölvupósti.
Verð í siglinguna er:
kr. 5000 fyrir fullorðna
kr. 3000 fyrir 12-16 ára
kr. 1000 fyrir yngri börn
 
Sunnudagur 20. júni                         

13:00 Gönguferð á Rauðanes með leiðsögn.
Fróðleikur um jarðsögu Rauðanes í umsjón Halldórs Njálssonar 
 
15:00-17:00 Litrík og lifandi stemmning í og við Svalbarðsskóla
Útimarkaður við Svalbarðsskóla.
Hvetjum alla til að taka þátt í markaðnum bæði börn og fullorðna.
Bakkelsi, handverk og fleira  bæði notað og nýtt til sölu.

Æskilegt að skrá þátttöku fyrir 15. júní hjá Laufeyju í s. 468 1288
eða Bjarnveigu í s. 468 1290
Kvenfélag Þistilfjarðar verður með kaffiveitingar í Svalbarðsskóla

Frekari upplýsingar:
Ferðaþjónustan Ytra-Álandi s: 4681290 
www.ytra-aland.is  
www.arctictravel.is

í nágrenni