Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012
22.02.2012
| Hildur Fjóla Svansdóttir
Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina 2012, sem viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni. Safnasafnið er félagi í Ferðaþjónustu bænda með gistingu í íbúð sem er staðsett í risi í húsi Kaupfélags Svalbarðseyrar byggt árið 1900 sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006.
Lesa meira um Safnasafnið á sveit.is.
Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein, Þinghúsinu á Svalbarðsströnd og vinnur merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar alþýðulistar. Um 4.100 listaverk eru í vörslu safnsins, búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, í ólíkum stílum og myndhugsun, einnig tugþúsundir gripa sem settir eru upp í sérdeildum eða notaðir á sýningum til að skerpa á myndhugsun eða ögra gestum safnsins.
Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.
Sjá nánar
http://www.listahatid.is/eyrarrosin/ Skoða vefsíðu safnsins.