Líf og fjör á opnu húsi hjá ferðaþjónustubændum



Líf og fjör á opnu húsi hjá ferðaþjónustubændum

13.06.2012 | María Reynisdóttir
Opið hús í SkjaldarvíkÞað var margt um að vera á opnu húsi hjá ferðaþjónustubændum á sunnudaginn var 10. júní en þá buðu yfir 100 bændur gestum og gangandi að kíkja við, skoða aðstöðuna og fá sér kaffisopa.
 
Á mörgum stöðum nutu gestir einnig veitinga beint frá býli, unga kynslóðin kunni vel að meta þá bæi þar sem dýrin á bænum voru til sýnis, sumir fengu sér sundsprett í 11 gráðu heitum sjó, aðrir tóku þátt í skottsölu og á einum bæ fæddist kiðlingur í tilefni dagsins!
 
Margir gestanna voru forvitnir um gistinguna og höfðu það á orði hvað það væri heimilislegt á bæjunum og að það væri þess virði að kanna betur þennan gistimöguleika á leið sinni um landið.
 
Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína upp í sveit þennan dag og þáðu boðið og vonum að allir hafi átt ánægjulegar stundir!
 
Fleiri myndir frá opnu húsi má finna á facebook síðu Ferðaþjónustu bænda.

í nágrenni