Ljómalind sveitamarkaður í Borgarnesi



Ljómalind sveitamarkaður í Borgarnesi

22.07.2013 | María Reynisdóttir
Sveitamarkaður LjómalindLjómalind sveitamarkaður var opnaður í byrjun sumars að Sólbakka 2 í Borgarnesi.  Á markaðinum er til sölu úrval af varningi sem á það sammerkt að vera búinn til í héraði. Til dæmis grænmeti, kjöt, osta, sultur, konfekt og fleira beint frá býli. Þá er einnig til sölu handverk, svo sem ullarvörur, gjafavara og kort, en einnig heimatilbúið sælgæti sem og blóm, jurtir, kryddplöntur og smyrsl.

Þá má nefna sérstaklega að vörur frá félögum í Ferðaþjónustu bænda á svæðinu eru til sölu á markaðnum s.s. brjóstsykur frá Brjóstsykursgerðinni Kví Kví (Ensku Húsin við Langá) og rjómi og ís frá Erpsstöðum.

Loks er að finna gestasvæði í Ljómalind þar sem lista- og annað hæfileikafólk úr héraði verður með til sýnis og sölu sitthvað sem það fæst við, en fyrst til að sýna verk sín í gestasvæðinu er Kristín Jónsdóttir ljósmyndari.

Ljómalind verður opin alla daga í sumar frá 1. júní, en í maí er markaðurinn opinn um helgar. Opnunartími í sumar verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-19 og föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-16. Húsnæði Ljómalindar er á vegamótum þjóðvegar eitt og Snæfellsnesvegar ofan Borgarness og blasir við frá vegamótunum.

Heimild: Skessuhorn.

í nágrenni