Í berjamó með Ferðaþjónustu bænda



Í berjamó með Ferðaþjónustu bænda

15.08.2013 | María Reynisdóttir
Í berjamóHið árlega tímabil berjatínslu er að hefjast. Samkvæmt Þorvaldi Pálmasyni, áhugamanni um ber, lítur berjasprettan vel út á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi í ár en síður sunnan - og vestanlands vegna veðurfarsins undanfarið.
 
Margir ferðaþjónustubændur búa yfir góðu berjalandi - hvernig væri að gera vel sig í gistingu, mat og afþreyingu nú síðsumars og fara um leið í berjamó? Sjá hér lista yfir bæi innan Ferðaþjónustu bænda.
 
Við mælum einnig með síðunni Berjavinir.com sem Þorvaldur heldur úti og sem inniheldur fréttir af berjasprettu á mismunandi landsvæðum, leiðbeiningar um sultugerð, uppskriftir og fleira. Góða skemmtun!

í nágrenni