Friðheimar hlutu Íslensku landbúnaðarverðlaunin
21.03.2014
| Hildur Fjóla Svansdóttir
Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir á Friðheimum í Bláskógabyggð hlutu Íslensku landbúnaðarverðlaunin í ár fyrir frumkvöðlastarf og fyrirmyndarbúskap.
Á Friðheimum fer fram metnaðarfull tómatræktun og hefur ferðamönnum gefist kostur á að heimsækja gróðurhúsin, fá að kynnast ræktuninni og bragðað á afurðum hennar. Einnig er boðið upp á hestasýningar fyrir ferðamenn þar sem lögð er áhersla á sögu íslenska hestsins og gangtegundirnar.
Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson í Fossárdal í Berufirði og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Reykjavík hlutu einnig Íslensku landbúnaðarverðlaunin og óskum við öllum þeim eru hlutu viðurkenningar innilega til hamingju.
Nánar um Friðheima í Bláskógabyggð