Ferðaþjónusta bænda hlýtur gullvottun EarthCheck
05.01.2015
| María Reynisdóttir
Ferðaþjónusta bænda hf hefur fengið umhverfisvottun sína frá samtökunum EarthCheck endurnýjaða. Fyrirtækið hefur verið vottað frá árinu 2006 og er þetta fjórða árið í röð sem það hlýtur gullvottun, en hún er veitt eftir samfellda vottun í 5 ár.
EarthCheck (áður þekkt sem Green Globe) eru viðurkennd vottunarsamtök með höfuðstöðvar í Ástralíu sem sjá um vottun samfélaga og ferðaþjónustuaðila og veita þeim umhverfismerki ef þau standast fyrirfram ákveðnar kröfur.
Ferðaþjónusta bænda hf vill vera í fararbroddi í sjálfbærri ferðaþjónustu hér á landi. Með það að leiðarljósi mun ferðaskrifstofan leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum greinarinnar á umhverfið, jafnframt að stuðla að verndun náttúrunnar og vekja athygli á þeirri menningu sem blómstrar á hverjum stað.
Sjá nánar sjálfbærnistefnu Ferðaþjónustu bænda og frekari upplýsingar um EarthCheck.