Þyrluskíðaferð | Norðurland
Ævintýraleg þyrluskíðaferð á Tröllaskaganum
Hægt er að bóka allt frá einum þyrluskíðadegi til eins margra og þig lystir. Ferðirnar eru gerðar í samstarfi við Norðurflug sem hafa áratugareynslu af þyrluskíðaferðum. Astar B2 þyrlan þeirra tekur allt að 4 farþega ásamt flugmanni og leiðsögumanni.
Ferðin gerir þannig ævintýragjörnum skíðamönnum kleift að fara í spennandi ferð með litlum hópi skíðaunnenda.
Áhersla er lögð á að skíða niður þekktustu fjallstoppana í nágrenni Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Fljótanna en nákvæm leið hvers dags verður ákveðin af leiðsögumönnum að morgni dags með tilliti til veðurs og skíðafæris.
Athugið að eins og í öllum ævintýrafjallaferðum getur þyrluskíðaferð haft í för með sér ákveðna áhættu fyrir þátttakendur. Vinsamlegast gangið úr skugga um að þið séuð tryggð fyrir slíku.
Ferðin felur í sér einn þyrluskíðadag ásamt gistingu í eina nótt á Sóta Lodge. Ferðin hefst á kvöldverði á komudegi. Morguninn eftir að loknum staðgóðum morgunverði er farið yfir öryggismál og skíðaleið dagsins kynnt. Klassískur þyrluskíðadagur býður upp á um það bil 8 ferðir og klukkustund í þyrlu.