Þyrluskíðaferð | Norðurland



Þyrluskíðaferð | Norðurland

Ævintýraleg þyrluskíðaferð á Tröllaskaganum

Hægt er að bóka allt frá einum þyrluskíðadegi til eins margra og þig lystir. Ferðirnar eru gerðar í samstarfi við Norðurflug sem hafa áratugareynslu af þyrluskíðaferðum. Astar B2 þyrlan þeirra tekur allt að 4 farþega ásamt flugmanni og leiðsögumanni.

Ferðin gerir þannig ævintýragjörnum skíðamönnum kleift að fara í spennandi ferð með litlum hópi skíðaunnenda.

Áhersla er lögð á að skíða niður þekktustu fjallstoppana í nágrenni Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Fljótanna en nákvæm leið hvers dags verður ákveðin af leiðsögumönnum að morgni dags með tilliti til veðurs og skíðafæris.

Athugið að eins og í öllum ævintýrafjallaferðum getur þyrluskíðaferð haft í för með sér ákveðna áhættu fyrir þátttakendur. Vinsamlegast gangið úr skugga um að þið séuð tryggð fyrir slíku.

Ferðin felur í sér einn þyrluskíðadag ásamt gistingu í eina nótt á Sóta Lodge. Ferðin hefst á kvöldverði á komudegi. Morguninn eftir að loknum staðgóðum morgunverði er farið yfir öryggismál og skíðaleið dagsins kynnt. Klassískur þyrluskíðadagur býður upp á um það bil 8 ferðir og klukkustund í þyrlu.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Lendingar- & aðstöðugjöld
  • 1 klst. af flugtíma / u.þ.b. 16.000 skíðuð fet / 8 ferðir á dag
  • Gisting í tveggja manna herbergjum á Sóta Lodge
  • Akstur til og frá brottfarar- og lendingarstað
  • Pick up á flugvöllinn á Akureyri
  • Hágæða Blizzard skíði
  • Arva snjóflóða öryggisbúnaður og fræðslufundur um snjóflóðavarnir
  • Allar máltíðir, morgunverðarhlaðborð, hádegisnesti, apré ski eftirmiðdagssnarl og þriggja rétta kvöldverður
  • Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns

Taktu með

  • Klæðnað fyrir óútreiknanlegt íslenskt veðurfar
  • Góða skapið og bros á vör
  • Skíðaskó
  • Skíðahjálm og gleraugu
  • Skíðaklæðnað
  • Vatnsflösku
  • Litla skyndihjálpartösku
 

í nágrenni