Fljótsbakki Farm Hotel



Fljótsbakki Farm Hotel

Fjölskyldurekið sveitahótel í gömlu uppgerðu fjósi. Hér getur þú upplifað Norðurland í heimilislegu andrúmslofti í nálægð við allt það sem besta sem Norðurland hefur uppá að bjóða. Hótelið er staðsett í Bárðardal í Þingeyjarsveit, mitt á milli Akureyrar, Mývatns og Húsavíkur í aðeins þriggja mínútna fjarlægð frá Goðafossi. Þá er einnig bein leið inn Bárðardalinn á Sprengisandsleið, að Aldeyjarfossi og fleiri náttúruperlum á hálendi Íslands. Laugar eru í 15 mínútna fjarlægð en þar er frábær sundlaug. Á bænum er mikið dýralíf og má þar nefna kindur, kálfa, hænur, ketti, hunda og ýmsa fugla. Þar er einnig völlur fyrir fótboltagolf sem er opinn á sumrin.  Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Hefðbundinn búskapur
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Norðurljósaþjónusta

Goðafoss 3 km

Mývatn 40 km

Aldeyjarfoss 43 km

Húsavík 45 km

Akureyri 50 km

Gistiaðstaða

12 tveggja manna herbergi í gömlu og uppgerðu fjósi. Við hönnun herbergjanna var haldið í einkenni fjóssins og liti, þar eru flotuð gólf, gróf náttúruleg efni ásamt hlýjum við. Mögulegt er að fá öll herbergi sem hjóna- eða tveggja manna herbergi.

Hvert herbergi er bjart og rúmgott og hefur sér baðherbergi með sturtu. Þau eru búin nýjum og góðum rúmum, borði og stólum ásamt fatahirslum. Einnig er hægt að fá barnarúm endurgjaldslaust.

Veitingar/máltíðir

Morgunmatur er innifalinn og hægt er að kvöldverð (rétt dagsins), þ.e. ef hann er bókaður í síðasta lagi degi fyrir komu. Aðrir veitingastaðir eru á Fosshóli (3 km fjarlægð) og í Dalakofanum (16 km fjarlægð). Hægt er að finna stórmarkaði á Akureyri og Húsavík (45 km fjarlægð) t.d. Bónus.


Þjónusta/afþreying

Fljótsbakki er staðsettur á grasbakka við Skjálfandafljót í friðsælu umhverfi undir aflíðandi hlíð. Meðan á dvöl stendur er hægt að kynnast lífinu á íslenskum sveitabæ, njóta félagsskapar dýranna eða fylgjast með þeim úr fjarska. Sömuleiðis má nefna að Fljótsbakki er afbragðs staður til að njóta norðurljósanna vegna þess hve víðfeðmt er og laust við ljósmengun.

Þar er völlur fyrir fótboltagolf, glæsilegur 9 holu völlur sem er opinn öll kvöld í sumar. Er það eini völlurinn Norðurlandi og jafnframt sá eini á landinu sem ekki er á Suð-Vestur horninu.

Einstök náttúrufegurð

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal, aðeins 3 km frá Fljótsbakka. Hann er einn af vatnsmestu fossum landsins og greinist hann í tvo meginfossa og nokkra smærri. Þjóðsaga tengir fossinn kristnitökunni árið 1000. Goðafoss er með frægustu fossum á Íslandi og þangað kemur fjöldi ferðafólks til að skoða og dást að náttúrufegurðinni sem þar getur að líta.


Einstök upplifun

Á Fljótsbakka er hægt að upplifa algjöra kyrrð, en þrátt fyrir að heimreiðin liggi beint frá Þjóðvegi 1 er bærinn frekar einangraður og maður finnur ekki fyrir umferð um Þjóðveginn. Þangað koma aðeins þeir sem eiga erindi.

Gestgjafar:  Emil og Mæja

 

í nágrenni