Hotel Geysir í Haukadal



Hotel Geysir í Haukadal

Hótel Geysir opnaði sumarið 2019. Nýbyggingin tengist núverandi þjónustu á svæðinu og mun gefa því heildstætt útlit. Í herbergjaálmunni eru 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina. tandard herbergin eru af tveimur gerðum og óvenju rúmgóð miðað við hefðbundin hótelherbergi. Hluti herbergjanna er með stórum útkragsglugga sem hægt er að tylla sér í og láta hugann reika en hin herbergin eru björt með stórum opnanlegum gluggaflötum og svölum.  

Opið:  1. feb. - 1. jan. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Merktar gönguleiðir
  • Norðurljósaþjónusta
  • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
  • Tjaldsvæði

Gistiaðstaða

Hótel Geysir opnaði sumarið 2019. Nýbyggingin tengist núverandi þjónustu á svæðinu og mun gefa því heildstætt útlit. Í herbergjaálmunni eru 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina. Standard herbergin eru af tveimur gerðum og óvenju rúmgóð miðað við hefðbundin hótelherbergi. Hluti herbergjanna er með stórum útkragsglugga sem hægt er að tylla sér í og láta hugann reika en hin herbergin eru björt með stórum opnanlegum gluggaflötum og svölum. 

Einnig á svæðinu:
Litli Geysir hótel 

Á Geysi er einnig rúmgott tjaldstæði og stæði fyrir húsbíla og húsvagna. Öll gistiaðstaðan er í göngufæri frá aðalbyggingunni þar sem móttakan og veitingastaðurinn er.


Veitingar/máltíðir

Yfir vetrartímann er veitingastaður opinn fyrir gesti frá kl. 18-21 á Litla Geysi. Yfir sumartímann geta gestir borðað á veitingastaðnum Hótel Geysir. Mjög góður veitingastaður þar sem lögð er áhersla á rétti úr innlendu og heimafengnu hráefni. Veitingastaðurinn rúmar allt að 600 manns í sæti og þar er góð aðstaða til að halda veislur fyrir minni eða stærri hópa og fundi. Við hliðina á hótelinu, í Geysir Center, er annar veitingastaður, Geysir Glima Restaurant, bístró þar sem í boði er matur úr heimafengnu og innlendu hráefni. Í Geysir Center er einnig skyndibitastaður þar sem má fá hamborgara, pizzur, súpu og eitt og annað af léttara taginu.


Þjónusta/afþreying

Minjagripaverslun og verslunin Geysir með útivistarfatnað og fleira. Við hótelið er 9 holu golfvöllur. Gönguleiðir. Hestaferðir (5 km). Flúðasiglingar á Hvítá (16 km). Siglingar á hraðbátum upp eftir Hvítá (27 km). Sundlaug í Reykholti (19 km). Laugarvatn Fontana, spa and wellness centre (29 km). Næstu þéttbýli með verslun og ýmissi annarri þjónustu: Reykholt (19 km), Flúðir (25 km) og Selfoss (61 km).


Hversvæðið við Geysi - gönguleiðir

Hversvæðið við Geysi er eitt kunnasta jarðhitasvæði á Íslandi. Þar er frægasti goshver í heimi, Geysir (The Great Geysir), en gos úr honum um miðja síðustu öld náðu 60 – 80 m. Gos í Geysi hafa verið stopul í nokkra áratugi. Goshverinn Strokkur, skammt frá sjálfum Geysi, gýs hins vegar myndarlega á 10-15 mín. fresti. Frá Geysi liggur malarvegur inn í skógrækt í Haukadal (2 km). Þar eru merktar gönguleiðir. Í gegnum skóginn liggur vegaslóði upp á hálendisbrúnina; tilvalið að ganga þar upp og njóta kyrrðarinnar og útsýnis til fjalla og jökla.


Gullfoss – fegursti foss í Evrópu

Gullfoss (10 km) er frægasti foss á Íslandi og mörgum þykir hann einn fegursti foss í Evrópu. Fossinn fellur eftir tveimur þrepum niður í djúpt gljúfur og er hrífandi sjón hvort sem að sumri eða í klakaböndum að vetri. Hjá ferðamannamiðstöðinni við Gullfoss liggur fjölfarinn hálendisvegur milli Suður- og Norðurlands.


Skálholt, Þingvellir, Þjórsárdalur

Skálholt (29 km), var biskups- og menntasetur frá miðri 11. öld fram undir aldamótin 1800, staður sem á sér mikla sögu. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (48 km) er með fegurstu stöðum á Íslandi. Þar var Alþingi Íslendinga háð í nær 9 aldir og þar var íslenska lýðveldið sett formlega á stofn 17. júní 1944. Þjórsárdalur (80 km) er sérstæð náttúruparadís í grennd við eldfjallið Heklu, óskaland þeirra sem vilja setja á sig gönguskóna og upplifa fjölbreytni íslenskrar náttúru. Í Þjórsárdal má einnig skoða endurgerðan bóndabæ frá víkingaöld.

Gestgjafi: Mábil Gróa.

 

í nágrenni