Gistiaðstaða
Gisting fyrir allt að 50 manns í herbergjum með/án sérbaðs og sumarhúsi. Í stærstu herbergjunum er þvottavél inni á baðherbergjunum en önnur hafa aðgang að sameiginlegu þvottahúsi.
- 12 vel útbúin herbergi með sér baði og eldunaraðstöðu.
- 8 herbergi með sameiginlegum baðherbergjum, sameiginlegu eldhúsi og setustofu.
- 1 sumarhús með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu.
Hótelgestir hafa frían aðgang að heitum potti, sauna og interneti.
Veitingastaður
Á Laxárbakka er veitingastaður sem rúmar allt 100 manns í sæti. Þar eru bornar fram veitingar frá morgni til kvölds en auk morgunverðar, hádegisverðar og kvöldverðar er boðið upp á kaffi og heimabakað bakkelsi.
Þjónusta/afþreying
Hótelið er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu Brynjars Sigurðarsonar og Heklu Gunnarsdóttur. Tekið er vel á móti gestum og séð til þess að þeim verði dvölin sem ánægjulegust. Í næsta nágrenni er fjölbreytt úrval afþreyingar, mikið fuglalíf, sögustaðir, áhugaverð söfn og spennandi gönguleiðir. Sundlaugar á Akranesi, í Borgarnesi og t.d. að Hlöðum við Hvalfjarðarströnd. Golfvellir á Akranesi og við Borgarnes. Næstu þéttbýlisstaðir með verslunum og þjónustu við ferðamenn: Akranes (12 km) og Borgarnes (20 km).
Hótel Laxárbakki er að bjóða veiði í vötnunum þremur í Svínadal, Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn. Aðallega veiðist urriði og bleikja í vötnunum en einnig gengur lax úr Laxá í Leirársveit upp í vötn.
Seldir eru heilir dagar frá morgni til kvölds á kr. 2.000,-
Paradís fuglaáhugafólks
Laxárbakki stendur við ós Laxár við Grunnafjörð sem var gerður að friðlandi árið 1994 og síðar að eina alþjóðlega mikilvæga votlendissvæðinu (Ramsarsvæði) á Íslandi sem liggur að sjó. Um Grunnafjörð fara ókjörin öll af fuglum á leið til og frá varpsstöðvum á Grænlandi og í Kanada, margir vaðfuglar byggja tilveru sína á lífríki svæðisins og um ósinn synda laxar á leið í Laxá í Leirársveit.
Fjölbreyttar gönguleiðir
Í næsta nágrenni við hótelið eru margar gönguleiðir, léttar eða erfiðar. Þægileg ganga er að Laxfossi, 1500 metrum ofan við hótelið. Þar fyrir ofan eru svo aðrir fossar sem er vert að skoða. Af erfiðari gönguleiðum má nefna skoðunarferð að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar, Síldarmannagötur frá botni Hvalfjarðar yfir í Skorradal og gönguleiðir upp á Háahnúk eða Geirmundartind á Akrafjalli. Vanir fjallamenn setja svo stefnuna upp á Heiðarhorn í Skarðsheiði (1.053 m).
Gestgjafar: Brynjar og Hekla