Gistiaðstaða
Gisting í fimm tveggja manna herbergju sem öll deila sameiginlegu baðherbergi með sturtu. Setustofa með sjónvarpi og eldunaraðstaða fyrir gesti.
Þjónusta
Morgunverður er í boði ef óskað er. Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík er opinn á sumrin. Kaffihús er opið 1. júní til 31. ágúst í félagsheimili sveitarinnar, Sævangi, sem er í göngufæri við Kirkjuból.
Leiksvæði fyrir börnin.
Afþreying
Sauðfjársetur á Ströndum, sögusýning um sauðfjárrækt á Íslandi, og handverksbúð í félagsheimili sveitarinnar, Sævangi, 1. júní – 31. ágúst (í göngufæri við Kirkjuból). The Museum of Icelandic Sorcery & Witchcraft [Strandagaldur, Íslenska galdrasafnið] á Hólmavík. Í sama húsnæði og safnið er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn (opin á sumrin); þar má m.a. fá gönguleiðakort um Strandir og innanvert Ísafjarðardjúp. Hestaferðir frá Hólmavík. Siglingar og sjóstangveiði frá Drangsnesi á sumrin (hinum megin við Streingrímsfjörð, gegnt Kirkjubóli, 44 km). 9 holu golfvöllur (Skeljavíkurvöllur) rétt utan við Hólmavík. Næsta þéttbýli með góðri sundlaug, verslunum og almennri þjónustu við ferðafólk: Hólmavík (12 km).
Fjölskylduskemmtun í fjörunni
Kirkjuból er stuttan spöl frá sjónum og frá gistihúsunum liggur göngustígur niður í fjöru. Fjaran er skemmtilegur staður, greið yfirferðar og hættulítil, og tilvalið fyrir barnafjölskyldur að verja þar dagsstund. Fuglalífið er fjölbreytt og á haustin má stundum sjá seli baka sig í sólinni á skerjum skammt frá landi.
Dagsferðir frá Kirkjubóli
Frá Kirkjubóli er tilvalið að bregða sér í dagsferð norður með ströndinni. Þá er ekið frá Hólmavík til Bjarnarfjarðar og þaðan sem leið liggur um víkur og firði á milli tignarlegra fjalla á Ströndum. Í Djúpuvík í Reykjafirði má fá sér hressingu og skoða minjar um síldarævintýri sem lauk árið 1954. Eilítið norðar á Ströndum eru Trékyllisvík og Norðurfjörður, nyrstu byggðu bólin á þessum slóðum (114 km frá Kirkjubóli). Gefið ykkur tíma til þess að fara í jarðhitalaugina í fjöruborðinu, Krossaneslaug í Norðurfirði, áður en þið haldið aftur heim á Kirkjuból. Á heillandi slóðir við innanvert Ísafjarðardjúp eru aðeins 58 km frá Kirkjubóli. Um heiðarvegi yfir á vinsælar ferðamannaslóðir við norðaustanverðan Breiðafjörð eru aðeins 30 km.
Gestgjafar: Ester og Jón