Skútustaðir við Mývatn



Skútustaðir við Mývatn

Bændagisting á Skútustöðum á suðurströnd Mývatns, miðsvæðis í Mývatnssveit þar sem eru kunnustu náttúruperlur á Norðausturlandi. Herbergi með sameiginlegu baðherbergi, sérbaðherbergi og sumarhús. Gisting sem hentar vel fyrir fjölskyldur. Einstakar gönguleiðir hjá bænum. Góð staðsetning til skoðunarferða um töfraheim Mývatnssveitar og til næstu byggða.

Opið allt árið. Lokað frá 20. desember til 10. janúar. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Bústaður
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Merktar gönguleiðir
  • Norðurljósaþjónusta
  • Voffi velkominn
  • Hreint og öruggt

Í nágrenninu

  • Mývatn
  • Dimmuborgir  11 km
  • Reykjahlíð  15 km
  • Fuglasafnið 16 km
  • Jarðböðin 18 km
  • Krafla  30 km
  • Goðafoss  38 km
  • Hvalaskoðun frá Húsavík 65 km
  • Dettifoss  83 km
  • Akureyri 88 km

Gisting

2ja og 3ja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi á efri hæð íbúðarhússins og á neðri hæð í viðbyggingu. Á neðri hæðinni er einnig fjölskylduherbergi með sérbaði (2 rúm og koja). Aðgangur að bjartri og hlýlegri setu/borðstofu með sjónvarpi. Eldunaraðstaða í boði fyrir gesti og þvottaaðstaða.

5x2 manna herbergi með sérinngangi og sérbaðherbergi í byggingu rétt við íbúðarhúsið. Gestir í þessum herbergjum hafa aðgang að setu/borðstofu og eldunaraðstöðu í aðalhúsinu.

Við húsið er einnig 60m2 sumarhús fyrir 4 með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti, vel búnu eldhúsi og setu/borðstofu. 

Hleðslustöð fyrir rafbíla er við gististaðinn.   

Gæludýr eru leyfð í einu sumarhúsi og þarf að koma fram við bókun að hundur fylgi. Það geta hámark 2 hundar verið í sumarhúsinu. Hundurinn þarf að vera í taumi við gistiheimilið. Gestir bera ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda. Við leigu á sumarhúsinu bætast við 1.500kr vegna auka þrifa þegar hundur er með í för. Það ber að hafa í huga að 4 hundar eru á bænum og því þarf að gæta varúðar þegar nýr hundur kemur á bæinn

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði fyrir herbergi. Veitingastaður og bar í göngufæri á Seli – Hótel Mývatni á Skútustöðum. Veitingastaðurinn Kaffi Borgir í Dimmuborgum (11 km) og veitingastaðurinn Myllan (kvöldverður) á Hótel Reynihlíð (15 km). Matvöruverslun í Reykjahlíð (15 km).

 
Þjónusta og afþreying

Upplýsingamiðstöð og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn í Mývatnsstofu í Reykjahlíð (15 km). Hestaleiga og hestaferðir (Safari Hestar) frá Álftagerði (600 m). Hjóla- og gönguferðir með leiðsögn um Mývatnssveit og nágrenni: Hike & Bike í Reykjahlíð (15 km). Skipulagðar skoðunarferðir í Öskju, Ásbyrgi, Jökulsársgljúfur og að Dettifossi frá Reykjahlíð. Jeppaferðir, vélsleðafeðir. Fuglaskoðun. Fuglasafn Sigurgeirs, Ytri Neslöndum (16 km). Mývatns¬markaður, handverksverslun, í Dimmuborgum (11 km), og Dyngjan, handverkshús, í Reykjahlíð. 9 holu golfvöllur skammt frá Reykjahlíð. Sundlaug í Reykjahlíð (15 km). Jarðböðin (36-40°C) við Mývatn (18 km). Næsta þorp með verslunum, matsölustöðum og ýmissi þjónustu: Reykjahlíð (15 km eftir vegi 848 – Mývatnssveitarvegi). Næsti bær með verslunum og fjölbreyttri þjónustu, t.d. hvalaskoðunarferðum: Húsavík (65 km).
 

Velkomin í Mývatnssveit

Mývatnssveit, einhver fegursta, sérstæðasta og fjölbreyttasta náttúru-smíð á norðurhveli Jarðar, er einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, hvort sem er að sumri eða vetri. Hér bíður gestkomandi sannkölluð töfraveröld, mótuð af eldsumbrotum í tugþúsundir ára, staður þar sem náttúruöflin eru enn að vinna sitt sköpunarverk. Hér er öllum velkomið að njóta þess sem fyrir augu ber en heimamenn minna gesti á að ganga vel um sveitina sína og spilla ekki viðkvæmu lífríki hennar.

 
Náttúruperlur í Mývatnssveit, gönguleiðir og fuglaskoðun

Af stöðum í Mývatnssveit, sem enginn má láta undir höfuð leggjast að heimsækja, má nefna Dimmuborgir, Hverfjall, Grjótagjá, Skútustaðagíga, Kálfastrandarland, Lofthelli, Leihnjúk, Kröflu og Hverarönd við Námafjall. Vegir og merktar gönguleiðir liggja að áhugaverðum stöðum, hvort sem ætlunin er að njóta hins sérstæða landslags, skoða einstök náttúrufyrirbæri eða hið fjölskrúðuga plöntu- og fuglalíf. Gestgjafar á Skútustöðum eru reiðubúnir að leiðbeina fólki og við bendum ferðamönnum einnig á upplýsingamiðstöðina í Mývatnsstofu í Reykjahlíð.

 
Skútustaðir – Skútustaðagígar

Á Skútustöðum hefur verið búið allt frá því á 10. öld og bærinn kemur við sögu í einni af Íslendinga sögum. Um miðja 19. öld varð bærinn prestssetur og smám saman varð hér til örlítill þjónustu- og þéttbýliskjarni með félagsheimili, verslun og skóla sveitarinnar sem nú hýsir hótel. Á Skútustöðum 2, þar sem er bændagisting, er rekinn hefðbundinn búskapur með kýr og sauðfé. Rétt við bæinn er ein af náttúruperlum Mývatnssveitar, Skútustaðagígar, svonefndar Borgir og Rófur, þyrping af gervigígum sunnan við akbrautin og á tanga sem gengur út í Mývatn norðanmegin við veginn. Um gígana á tanganum og kringum tjörnina, sem prýðir hér umhverfið, liggur merkt gönguleið.

Gestgjafar: Ásta and Björn
  

 

í nágrenni