Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir



Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir

Hlýlegt sveitahótel á bökkum Lagarfljóts á Fljótsdalshéraði, í næsta nágrenni við þéttbýlið Egilsstaði á norð-austur Íslandi. Herbergi með sérbaðherbergi. Veitingastaður sem gott orð fer af fyrir ljúffenga rétti m.a. úr hráefni úr heimabyggð. Rómantískt andrúmsloft og fyrsta flokks þjónusta í fallegu umhverfi. Góð staðsetning fyrir skoðunarferðir um Hérað og Austfirði. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Gufubað / Spa
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Norðurljósaþjónusta
  • Fundar- / Ráðstefnuherbergi

Í nágrenni

  • Egilsstaðir 300 m (sundlaug, golf, upplýsingamiðstöð ferðamanna)
  • Hestaleiga 8 km
  • Hallormsstaðaskógur 28 km (gönguferðir, bátaleiga)
  • Seyðisfjörður 35 km
  • Skriðuklaustur, miðstöð menningar og sögu 39 km

Gistiaðstaða

43 tveggja manna herbergi, 2 þriggja manna herbergi, 1 eins manns herberi, og 4 lúxusherbergi, björt og vel búin herbergi með sérbaðherbergi, sjónvarpi, ókeypis þráðlausu netsambandi og aðstöðu til að laga kaffi og te. Herbergin eru á 2. og 3. hæð með útsýni til fjalla eða yfir lygnt Lagarfljót. Gestir geta valið hvort hvort heldur er vel búin og rómantíks antík-herbergi eða nútímaleg og stílhrein herbergi. Sameiginlegt rými er í móttökusal og þar er einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja. Þvottaaðstaða fyrir gesti. Gistihús hefur verið rekið á búinu Egilsstöðum frá árinu 1884 en byggingin, sem hýsir hótelið nú, er að stofni til frá fyrstu áratugum 20. aldar, var reist í tveimur áföngum árin 1904 og 1914.

6 af herbergjum eru hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Hægt er að fá barnarúm (0-2 ára) í öll herbergi án endurgjalds.

 
Veitingar/máltíðir

Á Gistihúsinu – Lake Hotel Egilsstaðir er vandaður og framsækinn veitingastaður, Eldhúsið Restaurant, sem hefur bæði séríslenska og alþjóðlega matargerð á boðstólum. Þjónustan er persónuleg og hráefnið í matargerðina ferskt, staðbundið og af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni. Veitingastaðurinn tekur allt að 120 manns. Í fallegum, gullaldar- fundarsal í kjallara eru sæti fyrir allt að 30 manns að auki.

 
 
Þjónusta/afþreying

Glæsileg heilsulind, Baðhúsið - Spa, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Fallegt útsýni er yfir Lagarfljótið frá heilsilindinni.

Boðið er uppá að leigja Cross-country skíði yfir vetrartímann og þegar veður býður uppá skíðafæri.

Gistihúsið er í aðeins 5 mín. gang frá þéttbýlinu á Egilsstöðum. Þar eru verslanir, veitingastaðir, góð sundlaug og ýmis almenn þjónustufyrirtæki, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn þar sem má fá m.a. góð gönguleiðakort af Austurlandi. Hestaleiga á Skipalæk (3,5 km) og Útnyrðingsstöðum (7 km). 9 holu golfvöllur, par 35, á Ekkjufelli (4,5 km). Reglulegar áætlunarferðir í innanlandsflugi (flugtími 1 klst.) milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 28 km.

 
Fljótsdalshérað, frítt og blómlegt

Gistihúsið Egilsstöðum er vel staðsett fyrir skoðunarferðir um Fljótsdalshérað sem er víðlent, fjölbreytt að landslagi og hefur margt að bjóða ferðamönnum. Fjölmargir kostir eru í boði fyrir göngufólk og fjallamenn og náttúruunnendum bendum við sérstaklega á Hallormsstaðaskóg, Hengifoss (næsthæsta foss á Íslandi) og náttúrusmíðina Stórurð undir Dyrfjöllum. Eftir viðdvöl í Hallormsstaðaskógi er fróðlegt að heimsækja menningar- og fræðslusetrið Skriðuklaustur, en þar er einnig Snæfellsstofa, upplýsinga- og fræðslusetur um eystri hluta Vatnajökulsþjóðgarðs.

 
Borgarfjörður eystri

Frá Egilsstöðum er tilvalið að fara í dagsferðir til fjarðanna sunnan við Fljótsdalshérað. Borgafjörður eystri (67 km) er víðkunnur staður fyrir tignarlega fjallaumgjörð og einstæða náttúrufegurð. Ökuleiðin þangað liggur út með héraðinu, í norður frá Egilsstöðum, þar sem landið breytir smám saman um svip þegar nær dregur úthafinu. Af Vatnsskarði, á leið yfir til Borgarfjarðar eystri, er fagurt útsýni. Þegar hallar niður af skarðinu sunnan megin er komið yfir í töfrandi heim Njarðvíkur og síðan Borgarfjarðar eystri þar sem hlýlegt Bakkagerðisþorp tekur á móti ferðamönnum.

 
Stórbrotið landslag og hlýlegir útvegsbæir

Yfir til Seyðisfjarðar, sem er fallegt sjávarpláss í þröngum faðmi hárra fjalla, eru aðeins 28 km frá Egilsstöðum um Fjarðarheiði. Um Fagradal liggur leiðin til Reyðarfjarðar (33 km), og þaðan eru aðeins 15 km til Eskifjarðar; í báðum þessum bæjum eru t.d. áhugaverð söfn. Frá Eskifirði eru 20 km til Neskaupsstaðar, sem er dæmigerður, blómlegur, íslenskur sjávarútvegsbær. Frá Reyðarfirði er ekið um göng til Fáskrúðsfjarðar (17 km), smábæjar við fagran fjörð þar sem er einstakt safn og margt til minja um franska skútusjómenn sem höfðu þar bækistöð á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20.

Gestgjafar: Gunnlaugur og Hulda.

 

í nágrenni