Árnanes við Hornafjörð



Árnanes við Hornafjörð

Notalegt sveitahótel í Hornafirði við þjóðveg nr. 1, skammt undan rótum stærsta jökuls í Evrópu, Vatnajökuls. Hornafjörður þykir einhver fegursta sveit á Íslandi. Mikið útsýni til fjalla og jökla sem á fáa sína líka á björtum degi. Að baki rís seiðandi ísveröld Vatnajökuls, en úr suðri berst þungur dynur frá úthafsöldunni þar sem hún fellur á svarta sanda.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Voffi velkominn
  • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenni

  • Hestaleiga
  • Flugvöllur á Höfn 1 km
  • Höfn 6 km
  • Jöklaferðir 40 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Jökulsárlón 70 km

Gistiaðstaða

Herbergi með sérbaði í nokkrum aðskildum húsum í Árnanesi, um 150 m frá þjóðvegi nr. 1. Ókeypis þráðlaust netsamband. Sjónvarp í flestum herbergjum.

 
Veitingar

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Veitingastaðurinn á Árnanesi er opinn á sumrin.  Á matseðlinum eru réttir úr hráefni sem flest er upp runnið innan sveitarinnar.  

 
Þjónusta, afþreying

Í Árnanesi er hrossabú og hestaleiga og gestum býðst að skreppa á bak íslenska hestinum í styttri eða lengri ferðir. Reiðhjólaleiga á hótelinu. Silungsveiði. Útgerðar- og þjónustubærinn Höfn er í tæplega 15 mín. akstur frá Árnanesi. Þar eru kaffihús og veitingastaðir, verslanir og sundlaug. Hjá Höfn er einnig 9 holu golfvöllur, Silfurnesvöllur.

 
Í ríki jökulsins og heimi fuglanna

Árnanes er miðsvæðis í gróðursælli sveit í nábýli við jökulfljót og ísheim Vatnajökuls. Skipulagðar dagsferðir á Vatnajökul, á súper-jeppum og vélsleðum, eru í boði 40 km frá Árnanesi. Á Höfn er áhugaverð Jöklasýning í sama húsi og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Góðar og fjölbreyttar gönguleiðir eru um fjöll og dali í suðurjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, sumar stikaðar og með fræðsluskiltum. Við sjávarsíðuna á Höfn er friðlýst svæði, auðugt að fuglalífi, þar sem eru göngustígar/gönguleiðir og upplýsingaskilti.

 
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Hið víðfræga Jökulsárlón er í um klukkustundarakstur í vestur frá Árnanesi (75 km). Leiðin liggur meðfram suðurhlíðum undirfjalla Vatnajökuls, um stórskorið landslag skammt frá hafnlausri suðurströndinni. Heillandi svæði fyrir þá sem hafa yndi af stórbrotinni náttúru, gönguferðum og fjallgöngum. Skoðunarsiglingar í boði um Jökulsárlón.

 
Náttúruperlur í Lóni og Skaftafelli

Lón heitir næsta sveit norðan við Hornafjörð (um 30 km frá Árnanesi). Þar er að finna ótal gönguleiðir um kjörlendi göngufólks og náttúruunnenda, hvort sem er við sjóinn, inn með þröngum dölum eða upp til fjalla. Þjóðvegur 1 liggur um Lón. Til þjóðgarðsins í Skaftafelli eru 116 km í vestur frá Árnanesi (50 km frá Jökulsárlóni).

Gestgjafar:  Brynjólfur Jón & Guðrún Dadda

 

í nágrenni