Gistiaðstaða
68 tveggja, þriggja og fjögurra manna vel búin herbergi, öll með sérbaðherbergi og sjónvarpi. Fallegt útsýni til sjávar eða til fjalla. Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Ókeypis þráðlaust netsamband í herbergjum og sameiginlegu rými.
Veitingar/máltíðir
Á Smyrlabjörgum er veitingasalur sem rúmar 150-200 manns í sæti. Auk morgunverðarhlaðborðs er í boði hádegisverður af matseðli og glæsilegt kvöldverðarhlaðborð yfir sumartímann. Á kvöldverðarhlaðborðinu má finna tugi heimagerðra rétta úr úrvalshráefni frá héraðinu, t.d. lambakjöt, fisk og hreindýrakjöt. Á veturna býðst gestum hádegis- og kvöldverður af matseðli. Vínveitingar og bar með hlýlegri setustofu við veitingasalinn. Húsnæðið hentar vel til funda- og ráðstefnuhalds og er tilvalið fyrir árshátíðir, afmæli og aðra viðburði.
Þjónusta/afþreying
Fjölmargar merktar gönguleiðir í nágrenninu. Fuglaskoðun. Oft má sjá hreindýrahjarðir á þessum slóðum og góðar líkur á að sjá norðurljós frá mánaðamótum ágúst/september og fram til loka mars. Jeppa- og vélsleðaferðir á Skálafellsjökul (vegur 985, 2 km). Bátsferðir á Jökulsárlóni (35 km). Lundaskoðununarferðir í Ingólfshöfða (45 km).Næsta þéttbýli með sundlaug, golfvelli, matvöruverslun, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (44 km). Á Smyrlabjörgum er rekið sauðfjárbú og á bænum eru líka dýr eins og hundar, endur og hænur.
Góð staðsetning til skoðunarferða og útivistar
Sveitahótelið á Smyrlabjörgum stendur við þjóðveg 1 austarlega í Suðursveit og skammt þaðan er jökulfljótið Kolgríma sem skilur á milli Suðursveitar og Mýra. Hótelið er því vel staðsett til skoðunarferða um þessar byggðir á suðausturlandi. Ofan við byggðina er stórbrotið landsvæði, mótað af skriðjöklum og jökulám, í suðurjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs sem er stærsti þjóðgarður í Vestur-Evrópu (13.600 km2). Í umsjá þjóðgarðsins eru margar merktar gönguleiðir á þessu svæði. Má nefna t.d. stikaða gönguleið sem hefst við heimreiðina að næsta bæ, Skálafelli (4 km). Þessi gönguleið liggur að vinsælu göngusvæði, Hjallanesi, undir syðri tungu skriðjökulsins Heinabergsjökuls, Skálafellsjökli. Skammt frá Smyrlabjörgum (2 km) eru í boði jeppa- og vélsleðaferðir upp á Skálafellsjökul. Kayakferðir eru líka í boði á Heinabergslóni.
Göngu- og útivistarsvæði á næstu slóðum
Svonefnt Heinabergssvæði, í suðurjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, með merktum gönguleiðum, er hrífandi og stórbrotið göngu- og útivistarsvæði á þessum slóðum. Að bílastæði við Heinabergsjökul liggur vegslóði, fær vel flestum bílum (7,7 km) frá þjóðvegi 1, skammt austan við fljótið Kolgrímu (5 km frá Smyrlabjörgum). Annað vinsælt göngu- og útivistarsvæði er í grennd við skriðjökulinn Fláajökul sem er eilítið austar en Heinabergsjökull. Að Fláajökli liggur malarvegur (10 km), fær flestum bílum, af þjóðvegi nr. 1 við Hólm (15 km frá Skálafelli).
Suðursveit, náttúrufegurð og friðsæld undir jökli
Smyrlabjörg eru austarlega í Suðursveit, sem liggur meðfram nær hafnlausri svartri sandströndinni undir rótum Vatnajökuls allt vestur að hinu víðkunna Jökulsárlóni (35 km). Náttúruskoðarar, útvistarfólk og fjallgöngumenn eiga hér um margt að velja; landslag er stórbrotið, ýmist tröllslegt eða hlýlegt og að baki glitrar á ísskjöld stærsta jökuls í Evrópu, Vatnajökuls. Frá Lækjarhúsum í Borgarhöfn í Suðursveit (7 km) eru hestaferðir í boði og frá Vagnsstöðum í Suðurveit er boðið upp á snjósleðaferðir á Vatnajökul.
Gestgjafar: Laufey og Sigurbjörn.