Dalbær III í Hrunamannahreppi



Dalbær III í Hrunamannahreppi

Gisting í sérhúsi og í heimahúsi á bóndabæ miðsvæðis á Suðurlandsundirlendi. Stutt að aka til að sjá allar helstu náttúruperlur í þessum landshluta, þeirra á meðal kunnustu staðina á Íslandi, Gullfoss og Geysi. Dalbær stendur sunnan undir lágu felli, syðst í hlýlegri sveit með fjölbreyttu landslagi og mörgum freistandi gönguleiðum, en framundan bænum blasir við grösugt sléttlendi allt til sjávar.

Opið:  Allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

  • Jarðhitasundlaug og veitingastaðir á Flúðum 4 km
  • Golf 7 km
  • Flúðasigling á Hvítá 22 km
  • Brúarhlöð gljúfur 23 km
  • Skálholt 25 km
  • Geysir 29 km
  • Gullfoss 32 km
  • Sólheimar sjálfbært samfélag 34 km
  • Þjórsárdalur 42 km
  • Þingvellir 61 km

Gistiaðstaða

Gisting í 8 herbergjum með sameiginlegu baðherbergi, 5 herbergi eru í sérhúsi og 3 í íbúðarhúsi bænda. Uppbúin rúm og svefnpokapláss. Ókeypis þráðlaust internet. Í sérhúsinu er eldhús og borðstofa-/setustofa með sjónvarpi. Rúmgóð verönd með heitum potti og grilli.

 
Máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Góð eldunaraðstaða í sérhúsinu. Matvöruverslun og veitingastaðir eru í nágrenninu.

 
Þjónusta/afþreying

Þvottaaðstaða. Næsta þéttbýli með sundlaug, verslun og veitingastöðum er á Flúðum (4 km). Golf: Ásatúnsvöllur, 9 holur (8 km), Selsvöllur hjá Flúðum, 18 holur (7 km). Skemmtilegar gönguleiðir um nágrennið. Flúðasigling og kajakasigling á Hvítá (22 km). Hestaleiga á Syðra-Langholti (11 km). Á Dalbæ er glervinnustofa þar sem búnir eru til ýmiss konar list- og nytjamunir úr gleri.

 
Álfabyggðir og draumalönd göngufólks

Ofan við bæinn rís lágt fell (251 m) sem heitir Miðfell. Tilvalið er að ganga hring í kringum fellið eða upp á það þar sem leynist lítið stöðuvatn. Ofan af kollinum er gott útsýni yfir nágrennið. Sveitin, Hreppar, er hlýleg og búsældarleg. Landslag er eins og sniðið fyrir álfabyggðir og ekki síður fyrir göngufólk; hægt að velja á milli ótal freistandi gönguleiða þar sem má hlaða líkama og sál í náinni snertingu við náttúruna.

 
Frægasti fossinn

Frá þorpinu Flúðum liggur vegur upp með Hvítá. Ekið er yfir fljótið á Brúarhlöðum þar sem fljótið rennur í þröngu gljúfri. Síðan er haldið áfram þar til komið er að Gullfossi, frægasta og að margra dómi fegursta fossi á Íslandi (32 km).

 
Frægasti goshverinn

Frá Gullfossi eru 10 km að öðru kunnasta náttúrufyrirbæri á landinu, hverasvæðinu hjá Geysi í Haukadal (29 km frá Dalbæ). Hringferðinni má svo ljúka í Skálholti, merkum sögustað, fyrrum biskups- og skólasetri (25 km frá Dalbæ).

 
Náttúruperla við rætur eldfjallsins

Þjórsárdalur er friðsæll og fallegur staður skammt frá rótum eldfjallsins fræga, Heklu (42 km). Í dagsferð má t.d. ganga upp í Gjána, hrífandi náttúrusmíð og gróðurvin í jaðri hálendisins, skoða næsthæsta foss á Íslandi, láta taka mynd af sér við fossinn Hjálp og ganga um endurgerðan sögualdarbæ.

 
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Til þjóðgarðsins á Þingvöllum, þar sem íslenska lýðveldið var stofnað 17. júní 1944, eru 61 km frá Dalbæ. Á Þingvöllum ríkir sérstök helgi í hugum Íslendinga, staðurinn er ægifagur og ekki hvað síst er hann kunnur fyrir að þar má sjá á þurru landi skilin milli Ameríku- og Evrasíuflekans.

Gestgjafar: Rut og Magnús. 

 

í nágrenni