Sel í Grímsnesi



Sel í Grímsnesi

Gisting í hjarta Suðurlands, í meira en hálfrar aldar gömlu íbúðarhúsi með yfirbragði og þokka sjöunda áratugarins, og í sérhúsi með einu herbergi og baði og í 6 manna sumarbústað. Sel liggur vel við til skoðunarferða um Suðurland þar sem eru margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi. Í grennd við bæinn eru skemmtilegar gönguleiðir. Silungsveiði í Brúará sem rennur lygn skammt frá Seli. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Bústaður
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

  • Skálholt 6 km
  • Sólheimar sjálfbært samfélag 12 km
  • Fljótasigling á Hvítá 19 km
  • Kerið 20 km
  • Laugarvatn Fontana Spa heilsulind 21 km
  • Geysir 28 km
  • Selfoss 35 km
  • Gullfoss 38 km
  • Þingvellir 39 km
  • Þjóðveldisbærinn Stöng 49 km

Gistiaðstaða

Herbergi með sameiginlegu baði í gamla íbúðarhúsinu á Seli, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi, 1 herbergi á miðhæð og 3 herbergi á efri hæð, hvert með sínum stíl. Tveggja manna herbergi með sérbaði í sérhúsi. Sumarhús fyrir 4 (2 svefnherbergi og svefnloft) með baði, eldunaraðstöðu og dagstofu.

 
Veitingar/máltíðir

Aðrar máltíðir en morgunverður eru í boði ef pantað er. Gestgjafarnir nýta landsins gæði og bjóða m.a. silung og lax úr ám og vötnum í nágrenninu og ferskt grænmeti frá nærliggjandi garðyrkjubýlum. Eggin eru frá hænunum á bænum.

Stofan á Seli, þar sem matur er borinn fram, er í anda 6. og 7. áratugarins og hlutirnir þar inni eru margir úr eigu fyrri ábúenda, bækur, myndir, skrautmunir og húsgögn. Húsið var reist árið 1957 en allar endurbætur og viðhald hafa miðast við að halda eins og kostur er hlýlegum þokka liðins tíma. Á Seli hefur verið tekið á móti ferðamönnum síðan árið 1974.

 
Þjónusta/afþreying

Silungsveiðileyfi eru seld á Seli. Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Næsta þéttbýli með verslun og sundlaug er þorpið Reykholt (10 km). Sundlaug er einnig á Minni-Borg (15 km) og á Selfossi (32 km) þar sem eru verslanir, veitingastaðir og ýmis almenn þjónusta við ferðafólk. Laugarvatn Fontana Spa, heilsulind með heitum pottum, gufubaði og sundlaug, er á Laugarvatni (21 km). Golfvellir eru hjá Efra-Seli á Flúðum (26 km) og á Kiðjabergi í Grímsnesi (20 km). Flúðasiglingar og kanósiglingar á Hvítá (20 km). Hestaleiga á nokkrum stöðum.

 
Gönguleiðir um landnámsjörð

Bærinn Sel stendur undir Mosfelli, móbergsfjalli (254 m.y.s.) sem er auðvelt uppgöngu frá Seli. Tilvalið er að ganga í kringum fjallið (2 klst.) Einnig er hægt að ganga að kirkjustaðnum Mosfelli eftir gamalli kirkjugötu frá Seli. Á Mosfelli hafa sennilega verið kirkjur frá f.hl. 11. aldar en kirkjan, sem stendur þar nú, er frá árinu 1848. Á landareigninni er mólent og nokkur holt sem liggja á milli bæjarins og Brúarár. Í holtunum er fjölskrúðugt fuglalíf og um þau liggja áhugaverðar gönguleiðir. Frá einu þeirra er hægt að ganga að fossinum Dynjanda í Brúará.

 
Í fótspor biskupa og stúdenta í Skálholti

Skálholt (6 km), sem blasir við frá Seli, var í reynd „höfuðstaður“ Íslands í margar aldar og í hugum Íslendinga jafn söguhelgur staður og Þingvellir. Þar var biskupssetur frá 1056 til 1796 og mikið fræða- og menntasetur í kaþólskum og lúterskum sið.

 
Geysir og Gullfoss

Hversvæðið við Geysi í Haukadal (28 km) er einn kunnasti áfangastaður ferðamanna til Íslands. Frá Geysi eru svo 10 km að kunnasta og að flestra dómi fallegasta fossi á Íslandi, Gullfossi.

 
Kerið og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Þjórsárdalur

Kerið í Grímnesi (20 km) er alldjúpur gígur með tjörn í botni. Á Þingvöllum (39 km), seiðmögnuðum stað í tignarlegri fjallaumgjörð, var þingstaður Íslendinga í nær 9 aldir og þar var íslenska lýðveldið formlega stofnað 17. júní 1944. Í Þjórsárdal (49 km) er einstætt landslag, paradís náttúruunnenda, og þar má skoða endurgerðan bóndabæ frá víkingaöld.

Gestgjafar: Skúli og Unnur Ása. 

 

í nágrenni