Efstidalur II við Laugarvatn



Efstidalur II við Laugarvatn

Fjölskyldan í Efstadal II leggur áherslu notalega gistingu og upplifun sem færir gestina nær íslenskum landbúnaði. Gist­ing í herbergjum með og án sérbaðs. Kaffihúsið Íshlaðan og veitingastaðurinn Hlöðuloftið sem er opinn á sumrin eru með útsýni yfir fjósið og bjóða upp á afurðir beint frá býli og næsta nágrenni. Hestaleiga yfir sumartímann og skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu. Bærinn Efstidalur er staðsettur mitt á milli Laugarvatns og Gullfoss/Geysis. 

Opið allt árið

  

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Hleðslustöð
  • Þvottaaðstaða/þjónusta
  • Merktar gönguleiðir
  • Hreint og öruggt

Í nágrenni

  • Geysir 12 km
  • Friðheimar 13 km
  • Fontana Spa heilsulind - Laugarvatni 13 km
  • Reykholt 13 km
  • Secret Lagoon - Flúðum 24 km
  • Gullfoss 26 km
  • Laugarvatnshellar - The Cave people 29 km
  • Þingvellir 30 km
  • Sólheimar 33 km
  • Skálholt 35 km
  • Kerið 37 km

Gistiaðstaða

10x2 manna herbergi í einnar hæðar sérbyggingu, öll með sérinngangi og sérbaðherbergi. Aðstaða til að hita vatn í kaffi/te er inni á herbergjum. Í gamla íbúðarhúsinu er fjölskylduherbergi með sérbaði og 5 herbergi með sameiginlegu baðherbergi (handlaug er inni á herbergjunum). Heitur pottur til afnota fyrir dvalargesti.  Sjónvarp er á kaffihúsinu.

 
Veitingar/máltíðir

Ferðamannafjós í endurbyggðri hlöðu þar sem á neðri hæðinni er Íshlaðan, kaffihús þar sem m.a. er hægt að gæða sér á heimagerðum ís. Á efri hæðinni er veitingastaðurinn Hlöðuloftið. Áhersla er lögð á rétti úr afurðum sem framleiddar eru á bænum og heima í héraði. Gestir geta fylgst með kúnum og horft á bændur við störf í fjósinu auk þess sem hægt er að fylgjast með mjólkurvinnslunni á staðnum og sjá hvernig ís, ostar og skyr eru framleidd. Hægt er að kaupa afurðir beint frá býlinu s.s. nautakjöt, skyr, fetaost og ís. Opnunartími er 10-16 virka daga og 11-16 um helgar frá 1. mars til 1 nóv. Morgunverður er í boði allt árið og hópar geta fengið kvöldverð yfir háveturinn ef bókað er með góðum fyrirvara.

 
Þjónusta/afþreying

Í Efstadal er hestaleiga og gefst kostur á að kynnast íslenska hestinum í styttri eða lengri hestaferðum á sumrin. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Silungsveiði í bergvatnsánni Brúará (veiðileyfi t.d. í Seli í Grímsnesi 19 km). Næstu golfvellir í Miðdal (8 km) og Úthlíð (5 km). Hjá Efra-Seli, hjá þorpinu Flúðum, er 18 holu golfvöllur (25 km),  Friðheimar, veitingastaður í gróðurhúsi (13 km) og Gamla laugin (24). Góð sundlaug og heilsulind, Laugarvatn Fontana Spa, á Laugarvatni (13 km) og sundlaug í þorpinu Reykholti (13 km). Laugarvatnshellar (22 km). Húsadýra- og leiktækjagarðurinn Slakki í gróðurhúsaþorpinu Laugarási (22 km). Flúða- og kanósiglingar á Hvítá (23 km). Næstu þéttbýlisstaðir með verslunum: Laugarvatn (13 km), Reykholt (13 km) og Flúðir (27 km) þar sem er einnig lítil áfengisverslun. 

Hægt er að hlaða rafmagnsbílinn meðan á dvölinni stendur, hvort sem er í stuttan tíma eða yfir nótt.

 
Fuglasöngur, birkiganga og fallegar gönguleiðir

Bærinn Efstidalur stendur undir kjarri vaxinni fjallshlíð og af hlaðinu er víðáttumikið útsýni yfir héraðið og til eldfjallsins Heklu í fjarska og Eyjafjallajökuls ef skyggni er gott. Á þessum slóðum eru vinsælar sumarhúsabyggðir enda skjólsælt á sumarfögrum dögum þegar birkiangan og fuglasöngur fylla tært loftið. Hér má finna fjölmargar fallegar gönguleiðir við allra hæfi, t.d. um gamla vegarslóðann sem lagður var í tilefni af heimsókn Danakonungs árið 1907 (Brúarárfossar) eða eftir slóða frá sumarhúsabyggð í Úthlíð upp í Brúarárskörð. Fjöllin ofan við byggðina freista svo án efa þeirra sem hafa yndi af fjallgöngum.

 
Geysir, Strokkur og Gullfoss

Efstidalur II er tilvalinn gististaður fyrir þá sem vilja heimsækja margar af frægustu náttúruperlum á sunnanverðu landinu. Til jarðhitasvæðisins á Geysi, þar sem Strokkur gýs myndarlega á 10-12 mínútna fresti, eru 17 km. Þaðan eru svo einungis 10 km að Gullfossi, kunnasta fossi á Íslandi sem margir telja einn fegursta foss í Evrópu. Skammt innan við Geysi er indæl gróðurvin, Haukadalsskógur, þar sem eru merktar gönguleiðir og fjölskyldan öll getur átt indælar stundir í friði og kyrrð, fjarri ys og spennu borgarlífsins. 

 
Skálholt, jarðhitaræktun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Skálholt (18 km) var eins konar „höfuðstaður“ Íslands svo öldum skiptir. Þar var biskupssetur frá 1056 til 1796 og mikið fræða- og menntasetur í kaþólskum og lúterskum sið. Skammt frá Skálholti er þorpið Reykholt (13 km frá Efstadal II), einn af þeim stöðum í sveitinni þar sem jarðhiti er nýttur til ræktunar í gróðurhúsum. Í Friðheimum, gefst fólki kostur á að skoða gróðurhús, kynnast ræktuninni og bragða á afurðunum. Til þjóðgarðins á Þingvöllum, seiðmögnuðum stað þar sem náttúrufegurð er einstök, er aðeins 25 mín. akstur frá Efstadal.

Gestgjafar:  Halla Rós, Sölvi, Kristín Ingunn, Guðrún Karitas, Árni og Linda Dögg.

 

í nágrenni