Hestheimar í Ásahreppi



Hestheimar í Ásahreppi

Fjölskylduvænt gistiheimili í hlýlegu umhverfi miðsvæðis á Íslandi með útsýni til allra átta, til jökla og eldfjalla. Herbergi og smáhýsi með sérbaðherbergjum. Kvöldverður í boði á sumrin. Vínveitingar. 

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
  • Voffi velkominn

Í nágrenni

  • Eyjafjallajökull og Tindfjallajökull 
  • Hekla 
  • Jarðhitasundlaug á Hellu 10 km 
  • Sögusetur á Hvolsvelli 24 km
  • Seljalandsfoss 25 km
  • Landeyjahöfn ferjan til Vestmannaeyja 34 km

Gistiaðstaða

12x2 manna herbergi í aðalbyggingu með sérbaðherbergi. Fyrir fjölskyldur er tilvalið að gista í smáhýsi með baðherbergi og eldunaraðstöðu. Heitur pottur er við aðalhúsið þaðan sem má njóta útsýnis m.a. til Eyjafjallajökuls og horfa á norðurljósin á heiðskírum vetrarkvöldum.

Hundar eru velkomnir í smáhýsin.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður í boði allt árið og kvöldmatur yfir sumartímann. Hefðbundinn íslenskur matur á borðum; súpa, salat, heimabakað brauð og réttur dagsins. Vínveitingar. Fallegt úsýni yfir sveitina og til Heklu, Tindfjalla, Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Í næsta nágrenni er samkomusalur fyrir allt að 180 manns í sömu byggingu og reiðhöllin og hentar vel fyrir ýmsar uppákomur, hvata- og óvissuferðir, hópefli, dansleiki og annan mannfagnað.

 
Þjónusta/afþreying

Gestgjafar leggja áherslu á þægilegt og heimilislegt andrúmsloft og persónulega þjónustu. Úrval af bókum, pússlum og spilum. Fallegar og heimilislega skreytingar gleðja gesti og skapa heimilislegt andrúmsloft. Í grenndinni eru skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir. Á staðnum er lítið verslunarhorn með skemmtilegu úrvali af íslenskri vöru og hönnun. Við gististaðinn er  hrossabúgarður og því er þetta kjörinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja komast í kynni við íslenska hestinn. Hestaleiga er opin allt árið. 

Næsta þéttbýli með jarðhitasundlaug, verslunum, veitingastöðum og ýmissi annarri þjónustu: Hella (10 km).  Næsti golfvöllur er Strandarvöllur (19 km).

 
Geysir, Gullfoss, Þjórsárdalur, Landmannalaugar

Hestheimar eru miðsvæðis á suðurlandsundirlendi og tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja sjá helstu náttúruperlur og vinsæla viðkomustaði ferðamanna í þessum landshluta. Í hæfilegri dagsferð má t.d. bregða sér til jarðahitasvæðisins við Geysi (69 km) og eiga viðdvöl hjá fegursta fossi á Íslandi, Gullfossi. Þjórsárdalur (63 km) er fallegur staður skammt frá rótum Heklu þar sem eru margar yndislegar gönguleiðir og má m.a. skoða eftirgerð sögualdarbæjarins á Stöng. Frá Þjórsárdal eru 34 km í Landmannalaugar.

 
Sögusetrið, Seljalandsfoss, Skógafoss, Vestmannaeyjar

Í austurátt frá Hestheimum liggur leiðin um söguslóðir Njáls sögu að hlýlegum og fallegum sveitum undir Eyjafjallajökli. Í þorpinu á Hvolsvelli (24 km) er Sögusetrið [The Icelandic Saga Centre] þar sem má fræðast um heim Íslendinga sagna og norræna goðafræði. Að hinum víðkunna Seljalandsfossi eru 48 km en þaðan eru 27 km að öðrum frægum fossi, Skógafossi. Frá Landeyjahöfn (56 km) eru daglegar ferjusiglingar (35 mín.) til Vestmannaeyja.

Gestgjafar:  Hjörleifur og Sif.

 

í nágrenni