Hólmur á Mýrum



Hólmur á Mýrum

Á bænum Hólmi á Mýrum er boðið upp á gistingu í gömlum uppgerðum bóndabæ og í sérhúsi sem kallast Fjósið. Öll herbergin eru með sameiginlegu baði. Á staðnum er veitingastaðurinn og barinn Jón ríki, en á Jóni ríka er einnig starfrækt bruggsmiðja að hætti bænda að Hólmi. Merktar gönguleiðir um heillandi svæði í suðurjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Merktar gönguleiðir
  • Jöklaferðir 14 km 
  • Vatnajökulsþjóðgarður 6 km
  • Höfn 33 km
  • Jökulsárlón 47 km
  • Bátsferðir á Jökulsárlóni 47 km

Gistiaðstaða

4x2ja manna herbergi og 2x1 manns herbergi með sameiginlegu baði í hlýlegu, endurgerðu húsi þar sem má finna andrúmsloft eins og það var á íslenskum bóndabæ á sjöunda áratug síðustu aldar. Innréttingar og ýmis húsgögn eru frá þeim árum. Eldunaraðstaða og borðstofa. Einnig er í boði gisting í 2x3ja manna herbergjum í uppgerðu sérhúsi sem kallast Fjósið. Ókeypis þráðlaust netsamband.

Innritun:  kl. 17-19.  Útskráning: 8-11. Gestir sem koma eftir kl. 19 á gististaðinn eru vinsamlegast beðnir um að láta gististaðinn vita.

 
Veitingar/máltíðir

Á Hólmi er starfræktur veitingastaðurinn og barinn Jón Ríki, í byggingu sem var áður fjós. Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum, yfir daginn er boðið upp á léttar veitingar og yfir sumartímann er kvöldverður framreiddur frá kl. 18-21.  Bændurnir á Hólmi starfrækja einnig bruggsmiðju og því er tilvalið að bragða á heimagerðum bjór á Jóni ríka.

Í enduruppgerða bóndabænum er lítið eldhús og borðstofa sem gestir geta nýtt sér á tímabilinu 15.09 - 15.05.

Næstu matvöruverslanir á Höfn í Hornafirði (33 km).

 
Þjónusta/afþreying

Merktar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði. Heimamenn á Hólmi veita allar nánari upplýsingar og hægt að fá hjá þeim gönguleiðakort af Mýrum og Suðursveit. Jöklaferðir á Skálafellsjökul (12 km) og fjórhjólaferðir inn með Hoffellsjökli (21 km). Heitir pottar á Hoffelli (21 km). Friðlandið Ósland og Jöklasafnið á Höfn þar sem er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Dagsferðir að Jökulsárlóni (45 km) og í Skaftafell (100 km). Hestaleiga í Árnanesi (27 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, golfvelli, matvöruverslunum, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (33 km).

 
Útvistar- og göngusvæði við Fláajökul

Hólmur stendur rétt við þjóðveg nr. 1 miðsvæðis í Hornafjarðarsveit þar sem heitir Mýrar. Þaðan blasir við stórbrotinn og fagur heimur fjalla og skriðjökla úr Vatnajökli, syðsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Næstur Hólmi er Fláajökull (10 km) þar sem er vinsælt göngu- og útivistarsvæði. Þangað liggur malarvegur, akfær flestum bílum.

 
Heinabergssvæðið og Hjallanes

Næsti jökull, vestan Fláajökuls, er Heinabergsjökull. Þar eru tvö vinsæl göngusvæði, Heinabergssvæði og Hjallanes. Stikaðar gönguleiðir liggja um bæði þessi svæði; á Hjallanesi er stikuð gönguleið að Skálafellsjökli og um Heinabergssvæðið er stikuð hringleið. Skammt vestan fljótsins Kolgrímu er ekin heimreiðin að Skálafelli þar sem gönguleiðin um Hjallanes hefst. Frá þjóðvegi 1 liggur ruddur vegslóði um Heinabergssvæðið, fær velflestum bílum (7,7, km að bílastæði við Heinabergsjökul). Í boði eru daglegar vélsleðaferðir með leiðsögn á Skálafellsjökul.

 
Jökulsárlón, Skaftafell, Lón og Lónsöræfi

Hólmur liggur vel til skoðunarferða um suðaustanvert Ísland, til Jökulsárlóns (45 km) og í Skaftafell (100 km). Einnig er áhugavert að aka í austur um Hornfjarðarsveit, staldra við í þéttbýlinu á Höfn, skoða Jöklasafnið og rölta um friðlandið Ósland. Af Almannaskarði, fyrir austan Höfn, er frábært útsýni yfir Hornafjörð og suðurhluta Vatnajökuls. Austan við skarðið er Lón (55 km), heillandi staður fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar og náttúrufegurðar á göngu um litríkt og stórbrotið landslag.

Gestgjafar: Guðrún og Magnús.

 

í nágrenni