Steindórsstaðir í Reykholtsdal



Steindórsstaðir í Reykholtsdal

Aðlaðandi og snyrtileg bændagisting á sveitabæ undir aflíðandi hlíð í einu fegursta og blómlegasta héraði á Íslandi. Eftir dalbotninum liðast blátær Reykholtsdalsá í mjúkum sveigum og sveitin breiðir út grænan faðm sinn á móti gestum. Frá Steindórsstöðum opnast ýmsar leiðir til öku- og gönguferða um einstakar náttúruperlur. Opið frá 1. janúar til 30. nóvember.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Eldunaraðstaða
  • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

  • Reykholt 2 km
  • Golf 6 km (Nes)
  • Deildartunguhver 9 km
  • Sundlaug 9 km (Kleppjárnsreykir)
  • Hraunfossar 15 km
  • Borgarnes 44 km

Gistiaðstaða

Í boði er gisting í sérhúsi á bæjarhlaðinu, í 6 snyrtilegum herbergjum með fatahengi. Handlaug er í hverju herbergi en gestir deila saman 3 baðherbergjum.

Þjónusta

Gestir hafa aðgang að nýuppgerðu eldhúsi, þvottavél og heitum potti úti á rúmgóðri verönd. Ókeypis þráðlaus nettenging.

Afþreying

Golfvöllur er á Nesi við Reykholt (6 km) og við Húsafell (23 km).  Í gróðurhúsa- og skólaþorpinu Kleppjárnsreykjum (9 km) er góð sundlaug.
Gljúfur með mörgum fallegum fossum, Rauðsgil, er rétt hjá Steindórsstöðum. Upp með gilinu er vinsæl gönguleið. Ekki er langt að aka yfir í Norðurárdal þar sem fagurlega mótað landslag myndar umgjörð um eina frægustu laxveiðiá Íslands. Næsta þéttbýli er Borgarnes (44 km). Þar eru verslanir og öll almenn þjónusta í boði, sundlaug og byggðasafn. Í Landnámssetri í Borgarnesi gefst svo færi á að kynnast sögu landnáms norrænna manna fyrir 1100 árum.

Íslenskur sveitabær í 1100 ár

Á Steindórsstöðum hefur verið búið allt frá þjóðveldisöld. Afkomendur sömu ættar hafa nú stundað hefðbundinn íslenskan sveitarbúskap á jörðinni í tæp 200 ár en í dag eru stunda ábúendur skógrækt og reka ferðaþjónustu.

Í fótspor miðaldahöfðingja

Reykholt, eitt kunnasta sögu- og menntasetur á Íslandi á miðöldum, er skammt frá Steindórsstöðum (2 km akstur). Snorri Sturluson, sá rithöfundur Íslendinga sem náð hefur mestri heimsfrægð, bjó í Reykholti á f.hl. 13. aldar. Í Reykholti er Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur til minningar um Snorra. Þar er einnig heit laug, kennd við Snorra sem var veginn í Reykholti árið 1241. Í Reykholti er góð sundlaug og ágætur veitingastaður á hóteli á staðnum.

Náttúruperlur og útivist

Vatnsmesti hver í Evrópu, Deildartunguhver, er neðst í Reykholtsdal (9 km frá Steindórsst.). Þegar ekið er norður yfir hálsinn gegnt Steindórsstöðum er fljótlega (15 km) komið að fegurstu fossum á landinu, Hraunfossum. Þaðan er skammur vegur að Húsafelli, vinsælum útivistarstað. Þar er sundlaug, golfvöllur og kjörið land til gönguferða. Í austri freista svo fjöll, jöklar og kyrrð öræfanna.

Gestgjafar: Guðfinna og Þórarinn

 

í nágrenni