Gistiaðstaða
Gisting í 33 herbergjum, eins, tveggja og þriggja manna og fyrir fjölskyldur. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi. Sjónvarp, hárþurrka og þráðlaust netsamband er í hverju herbergi. GSM símasamband er á sameiginlegum svæðum. Viðurkennd og góð aðstaða fyrir fatlaða. Nokkur leiksvæði fyrir börn, innan- og utandyra.
Veitingar/máltíðir
Bjartur og rúmgóður veitingasalur þar sem fjallahringurinn við rætur Vatnajökuls nýtur sín vel sem og grasgefið láglendið. í boði eru heimilislegar veitingar allan daginn, að ógleymdum Jöklaís sem getið hefur sér gott orðspor og er framleiddur á bænum.
Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð, ýmsir léttir réttir yfir miðjan daginn og að kvöldi eru í boði réttir dagsins (kjöt, fiskur eða grænmeti) auk súpu og salatbars að ógleymdum hamborgurum. Heimabakað brauð og heimagerðar sultur og leitast er við að nota hráefni úr heimahéraði. Nestispakkar í boði ef pantað er að kvöldi. Mikilvægt að að panta fyrir hópa. Vínveitingar á staðnum.
Umhverfismál eru okkur hugleikin
Hugtakið að endurnýta er partur af okkar rekstri og lýtur að m.a. matarsóun, sorpflokkun, vatni og rafmagni. Í samræmi við það hefur verið ráðist stórvirki til að undirstrika virðingu okkar fyrir umhverfinu.
• Varmadæla sem sér um að hita upp allt neysluvatn og hýbýli með tilheyrandi sparnaði á raforku.
• Fullkomin hreinsistöð fyrir alla fráveitu.
• Hleðslustöð fyrir rafbíla.
• Varmaskiptir sem nýtir hitann frá loftræstingu til að hita upp ferskt loft sem streymt er inn.
• Áhersla er lögð á að nýta afurðir frá býlinu eða í næsta nágrenni. Þekktust er framleiðsla á hinum rómaða Jöklaís sem laðar að sér fjölmarga gesti frá öllum heimshornum.
• Gönguleiðakort og fræðsluskilti eru hluti af því sem við erum stolt af.
Þjónusta/ Afþreying
Þvottaaðstaða. Leiksvæði fyrir börnin. Minigolf og trampolin. Vönduð göngukort og minjagripir til sölu í afgreiðslu. Merktar gönguleiðir. Næsta þéttbýli er Höfn (30 km), en þar eru verslanir, sundlaug, golfvöllur, söfn og ýmis þjónusta fyrir ferðamenn.
Gönguleiðir og útivistarsvæði
Frá Brunnhóli þarf ekki að aka langt til að njóta útvistar og gönguferða s.s. um fjalllendið við rætur Vatnajökuls. Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs eru 6 km frá bænum og í jaðri hans eru stikaðar gönguleiðir með fræðsluskiltum. Vinsæl útivistarsvæði eru í Haukafelli (11 km) við Fláajökul (8 km), á Eskey (5 km) og Heinabergssvæði (15 km). Hægt er að ganga niður að sjó sem leið liggur fram hjá Skinney (8 km). Gönguleiðir eru fjölbreyttar, í mismunandi erfiðleikastigum og mislangar. Gönguleiðakort um þessi svæði og vinsælar gönguslóðir í nágrannasveitum eru til sölu á gisihúsinu.
Villt dýr og búfé á beit
Á Suðausturlandi má víða sjá hreindýr. Yfir sumarið halda þau sig til fjalla en koma niður á láglendið með haustinu og dvelja þar fram á vor, halda sig oft nærri þjóðvegi. Forvitnir selir sjást víða við ströndina og ef heppnin er með í för, má líka rekast á refi, minka og hagamýs á þessum slóðum. Í sveitinni er búfé á beit sumarlangt.
Jöklaævintýri og kjarrilmur
Hvort heldur ekið er um sveitina til vesturs, undir suðurhlíðum Vatnajökuls eða til austurs sem leið liggur á Djúpavog, er landslagið einstakt. Þar gefur á að líta auk Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu með sínum jökultungum, stórskorin fjöll, djúpa dali og jökulöldur á aðra hönd og hafnlausa ströndin á hina. Heillandi svæði fyrir þá sem hafa yndi af stórbrotinni náttúru, gönguferðum og krefjandi fjallgöngum.
Fjölbreyttar göngu-, jeppa- og vélsleðaferðir eru í boði á Vatnajökul mestan part ársins, einkum yfir sumartímann. Einnig er vinsælt að fara í íshellaferðir yfir veturinn (nóvember/mars).
Þeir sem kjósa fáfarnari staði hafa úr ýmsu að velja í næsta nágrenni Brunnhóls, auk þess sem áður er upp talið. Má þar nefna Stokksnes undir hlíðum Vestrahorns, Almannaskarð þaðan sem er afar víðsýnt og sveitina Lón (um 50 km til austurs frá Brunnhóli). Þar koma göngumenn og náttúruunnendur á heillandi slóðir, hvort sem er við sjóinn, í kjarri vöxnum hlíðum eða upp til litríkra fjalla. Þjóðvegur 1 liggur um Lón. Vinsælt er einnig að fara í dagsferðir á Djúpavog. (130 km).
Jökulsárlón og Skaftafell
Að hinu víðfræga Jökulsárlóni eru um 50 km í vestur frá Brunnhóli. Á lóninu eru í boði fjölbreyttar báts- og kajakaferðir, vor, sumar og haust en svifnökkvaferðir að vetri. Vinsælt er að fara niður á Fellsfjöru (Demantaströndin) þar sem skolað hefur á land stórum og smáum ísjökum og má þar sjá alls konar skúlptúra.
Ef gestir kjósa að komast í kyrrð og ró, mælum við með Fjallsárlóni sem er litlu vestar, en þar eru fallegar stikaðar gönguleiðir og boðið upp á bátasiglingar. Breiðamerkursandur er aðalheimkynni Skúmsins og betra að fara varlega í samskiptum við hann. Þarna er einnig mikið af kríu og helsingja, og oft má sjá seli á sundi í lóninu.
Enn vestar er svo Ingólfshöfði en þangað er farið í skoðunarferðir. Kjörinn staður til að komast í návígi við lundann og margskonar sjófugla. Úr Öræfasveit liggja gönguleiðir á Hvannadalshjúk, hæsta fjall Íslands. Önnur tveggja gestastofa á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er í Skaftafelli og þaðan liggja fjölbreyttar, mislangar og miserfiðar gönguleiðir. Einnig eru í boði fræðsluferðir með landvörðum og skipulagðar gönguferðir á jökla. Frá Skaftafelli er boðið upp á flugferðir yfir jökulinn og þyrluferðir á valda staði.
Gestgjafar: Sigurlaug og Jón.