Á Hraunmörk er boðið upp á fjögur vel útbúin og nútímaleg sumarhús í umhverfi hrauns og mosa.
Húsin eru öll 6 manna með 3 svefnherbergjum, hjónarúm er í öllum herbergjum. Uppbúin rúm, hágæða rúmdýnur, dúnsængur og myrkvunargardínur. Baðherbergi með sturtu, nokkrar stærðir af handklæðum og hárblásari.
Lágmarksdvöl eru 3 nætur.
Í hverju húsi er fullbúið eldhús með stórum amerískum ísskáp/frystiskáp með klakavél og rennandi vatni, uppþvottavél, eldavél með ofni, gufugleypir, örbylgjuofn, sjálfvirk kaffikanna, hraðsuðuketill, stór brauðrist, blandari, matvinnsluvél, pottar, pönnur, borðbúnaður, glös o.fl. Borðstofuborð rúmar 8 manns. Í setustofunni er sjónvarp, DVD-CD og gervihnattasjónvarp þar sem hægt er að ná um 200 stöðvum. Frítt þráðlaust internet. Í húsinu er einnig að finna kort af Flóanum, gönguleiðakort og bæklinga.
Í anddyrinu er að finna þvottavél og þurrkara (sama vélin), ásamt straujárni og straubretti.
Útipallur er bæði að framan og aftan. Að aftan eru útihúsgögn (stólar og borð) og stórt 4 brennara grill með hliðareldunarplötu. Fallegt fjallaútsýni.
Frá Hraunmörk er mjög auðvelt að ferðast um allt Suðurlandið og njóta alls kyns afþreyingar sem svæðið hefur upp á að bjóða. Ef keyrt er upp Skeiðaveginn þá er þar að finna Skeiðalaugina, svo er sundlaug á Flúðum.
Keyrt er austur og í gegnum Selfoss áfram eftir þjóðvegi 1, þegar kemur að Skeiðaveginum (þjóðvegur 30- Flúðavegvísir) er haldið áfram 2,3 kílómetra. Svæðið er mjög vel merkt frá Skeiðavegi.
Afþreying: Gönguleiðir, sund 10 km, golf á Selfossi (19 km) og Flúðum (30 km).
Í nágrenninu: Sólheimar 12 km, Laugarvatn 28 km, Geysir 43 km, Gullfoss 49 km
Næsta þéttbýli: Selfoss 17 km.
Gestgjafi: Rósa.