Á döfinni um páskana!



Á döfinni um páskana!

08.04.2009 | Berglind Viktorsdóttir
Það er ýmislegt um að vera hjá ferðaþjónustubændum um páskahelgina.  Sjá hér fyrir neðan: 

11 Hjalli - Kaffi Kjós
Kaffi Kjós opnar fimmtudaginn 9. apríl og verður opið hús um páskana. Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð staðsett í suðurhlíð Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn. Margir möguleikar eru til skemmtilegrar útivistar og afþreyingar. Áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu umhverfi.

14 Bjarteyjarsandur
Á Bjarteyjarsandi og víðar í Hvalfjarðarsveitinni verða ýmsar skemmtilegar uppákomur um páskahelgina t.d. tónleikar með Bubba Morthens, kyrrðarstund í Hallgrímskirkju, kræklingatínsla, kaffihúsastemning, gúmmíbátasigling og síðast en ekki síst - frítt í sund.  Sjá nánar hér.

260 Brekkulækur
Skipulögð dagskrá, hestaferðir um Húnaþing vestra og heimsókn á Snæfellsnesið.  Sjá nánar hér.

 

266 Neðra-Vatnshorn
Gisting í boði í gamla húsinu. Boðið er upp á létta göngferð á páskadagsmorgni frá bænum upp á fjall ef veður leyfir. Messa er á páskadag kl. 14 í Víðidalstungukirkju sem er  stutt frá bænum. Kaffihlaðborð fyrir gesti frá kl. 15-17 á páskadag (tertur og fleira heimabakkelsi). Panta þarf fyrirfram! Megináhersla er lögð á  afslöppun í notanlegu umhverfi í sveit. Tilvalin dvöl fyrir fjölskylduna eða bara hjón og eldri borgara sem vilja njóta kyrrðarinnar og komast burt frá höfuðborgarsvæði. Þess má geta að fyrstu lömbin fæddust fyrir rúmum hálfum mánuði. Tilboð á gistingu páskahelgina: hjón með 2 börn (2-13) ára  fritt fyrir börnin í þriggja manna herbergi með aukarúmi frá laugardegi og fram á mánudag. Eldri borgara fá 10% afslátt á gistingu alla pásakhelgina. Húsið fæst leigt frá laugardeginum til 2. dags páska fyrir 8 manns en panta þarf fyrir það í síðasta lagi á föstudaginn 10. Apríl.

401 Sveinbjarnargerði
Sveitahótelið er staðsett stutt frá Akureyri og ýmsum náttúruperlum. Sjá páskatilboð á heimasíðunni þeirra hér.

636 Hunkubakkar
Gisting á Hunkubökkum og svo er ýmislegt á döfinni á Kirkjubæjarklaustri um páskahelgina.  Sjá dagskrá hér.

639 Steig 
Opið í gistingu. Engin sérstök dagskrá - bara sömu rólegheitin og vanalega, góður matur, spila Púkk og/eða Lander upp á eldspýtur, gott með kaffinu, skoða lömbin, borða meira og njóta góða veðursins sem hlýtur að verða um páskana.  

648 Ásólfsskáli
Velkomið að koma við á bænum til þess að skoða kýrnar og kálfana (þátttakendur í verkefninu „Opin. Einnig er hægt að fara í gönguferðir, en til er gönguleiðakort af heiðinni og næsta nágrenni, sjá nánari upplýsingar hér Ekkert er laust í gistingu yfir páskahelgina.

656 Vestri-Garðsauki
Opið fyrir fólk í gistingu og lambasteik að hætti hússins á boðstólnum, ef pantað er með fyrirvara.

652 Hellishólar
Opið um páskana og hægt að fá gistingu í sumarhúsum. Golfmót/páskamót/skemmtimót laugardaginn 11. apríl þar sem spilað verður texas scramble.

662 Hestheimar
Hestaleigan er opin og einnig er hægt að fá gistingu.

680 Efra-Sel / Kaffi-Sel
Veitingastaðurinn er opinn á laugardaginn, páskadag og annan í páskum frá kl. 13-20.30. Lokað skírdag og föstudaginn langa. Frá og með 1. maí er opið frá kl. 8-21 alla daga.

ÞÁ ERU FLEIRI FÉLAGAR MEÐ VETRAROPNANIR - SJÁ HÉR:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í nágrenni