Ferðaþjónustubændur styrkja gerð upplýsingaskiltis við Reynisfjöru
17.04.2009
| Berglind Viktorsdóttir
Nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti í Reynisfjöru var formlega afhjúpað fyrr í þessari viku. Steinþór og Margrét ferðaþjónustubændur á Hótel Dyrhólaey voru meðal þeirra sem komu að fjármögnun verkefnisins, en aðrir styrktaraðilar voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur og Landsbjörg.
Reynisfara er fjölsóttur ferðamannastaður allt árið en þar þarf að fara með varúð og dæmi eru um hörmuleg slys. Það var því orðið brýnt verkefni að setja niður skilti eins og þetta, en á skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorðin: „Lífshætta -öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar, sjávarstraumar eru einstaklega sterkir. Farið því ekki nærri sjónum - Varist grjóthrun úr fjallinu."
Þeir sem komu að verkefninu eiga hrós skilið fyrir framtakið.
Heimild: Ferðamálastofa - sjá frétt.