Hrekkjavika hjá Ferðaþjónustu bænda



Hrekkjavika hjá Ferðaþjónustu bænda

02.11.2009 | Eva Rún Michelsen

Dregin voru nöfn úr potti og ekki gefið upp hver ætti að hrekkja hvern.  Hrekkirnir voru mismiklir t.d. var búið að þekja skrifborð, skrifborðsstól og allt sem á skrifborðinu var með álpappír hjá einni, önnur mætti beinagrind (gúmmí) í sætinu sínu, aðrir fengu blóðuga hönd, kóngulær o.fl. sér til upplyftingar.

Stemmingin var skemmtileg og alveg víst að hrollur fór um marga. Ætli það verði ekki næst „vinavika“ hjá okkur sagði Jóhanna sem meðal annarra átti hugmyndina að þessari uppákomu. 

Meðfylgjandi myndir eru af beinagrindinni Skúla skelfi ásamt stelpunum í utanlandsdeildinni og álpappírsklædda skrifborðinu hennar Hönnu Láru.



 

í nágrenni