Go to navigation .
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu verða veitt þann 19. nóvember næstkomandi og er það ánægjulegt fyrir Ferðaþjónustu bænda að af 27 tilnefningum eru 5 staðir innan okkar vébanda tilnefndir. Þeir eru eftirfarandi:
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði
Heydalur í Mjóafirði
Kirkjuból við Steingrímsfjörð
Brekkulækur í Miðfirði
Eldhestar í Ölfusi
Við óskum þeim til hamingju með þennan áfanga. Þessi málaflokkur er okkur kær og það eru alltaf fleiri félagar innan Ferðaþjónustu bænda sem taka markvisst á umhverfismálum í sinni starfsemi. Hingað til hafa eftirfarandi aðilar innan vébanda Ferðaþjónustu bænda fengið þessa viðurkenningu, sem fyrst var veitt árið 1995. 2000 Gistiheimilið Brekkubær (nú Hótel Hellnar) 2004 Félag ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónusta bænda hf. 2007 Hótel Anna, Moldnúpi Það verður svo spennandi að sjá þann 19. nóv. hver hreppir Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2009. Sjá frétt frá Ferðamálastofu.