Vetrarævintýri upp í sveit!
12.01.2010
| Berglind Viktorsdóttir
Hvernig væri að lyfta sér upp í skammdeginu og halda á vit ævintýra upp í sveit eða njóta kyrrðar og afslöppunar í sveitasælunni? Hvort sem um er að ræða afslöppun og rómantík með ástvini eða skemmtiferð með fjölskyldu eða félögum, góðan mat og vellíðan í notalegu umhverfi, þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.
Félagar innan Ferðaþjónustu bænda bjóða gestum sínum upp á góðan aðbúnað og þjónustu og afþreyingin er ósjaldan langt undan. Þeir sem vilja skella sér á skíði geta valið um dvöl á ferðaþjónustubæjum í nágrenni Akureyrar, Egilsstaða og Sauðárkróks. Þá gæti fjölskylduferð um Suðurlandið orðið að skemmtilegu ævintýri t.d. með því að fara á hestbak, renna sér á snjóþotu virða fyrir sér fossa í klakaböndum, skoða dýrin í sveitinni, borða góðan mat og fá góðan nætursvefn eftir ævintýri dagsins.
Ekki má gleyma að tími þorrablóta og annarra mannamóta er framundan og því tilvalið að kanna hvað ferðaþjónustubændur hafa upp á að bjóða fyrir þig og þína!
Góða skemmtun!