Fyrsti Svansmerkti bæklingurinn frá Odda, "The Ideal Holiday" til dreifingar í Evrópu



Fyrsti Svansmerkti bæklingurinn frá Odda, "The Ideal Holiday" til dreifingar í Evrópu

22.01.2010 | Berglind Viktorsdóttir

Kynningarbæklingur Ferðaþjónustu bænda, The Ideal Holiday 2010, er fyrsti prentgripurinn  sem  framleiddur er hjá Odda sem ber Svansmerkið, norræna umhverfismerkið. Bæklingurinn er prentaður í 25.000 eintökum og er hann kominn í dreifingu í Evrópu og víðar. 

„Fyrir okkur, sem fyrirtæki í ferðaþjónustu skiptir umhverfisvottun á því prentverki sem við sendum frá okkur miklu máli.  Þegar við vissum að Prentsmiðjan Oddi væri að fá Svansvottun í lok árs 2009 ákváðum við að seinka útgáfu kynningarbæklingsins um nokkrar vikur til að geta Svansmerkt bæklinginn.  Við viljum að ímynd landsins byggist á hreinleika og náttúru og þess vegna þurfum við sem stöndum að kynningu Íslands að vera til fyrirmyndar.  Sýnileiki markvissrar umhverfisvinnu skiptir því miklu máli þegar kemur að því að sýna viljann í verki“  segir Berglind Viktorsdóttir gæðastjóri hjá skrifstofu Ferðaþjónustu bænda sem er vottuð af Green Globe, alþjóðlegum umhverfisvottunarsamtökum í ferðaþjónustu.

Mynd:  Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda og Berglind Viktorsdóttir gæðastjóri og ritstjóri bæklingsins taka við fyrsta umhverfisvottaða eintakinu hjá Stefáni Hjaltalín sölustjóra hjá Odda.

í nágrenni