Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda 24. og 25. mars á Hótel Laka



Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda 24. og 25. mars á Hótel Laka

01.03.2010 | Berglind Viktorsdóttir

 

Aðalfundir Ferðaþjónustu bænda – Bændaferða hf. og Félags ferðaþjónustubænda verða haldnir á Hótel Laka, Efri-Vík 24. og 25. mars 2010.

 

Sjá dagskránna hér fyrir neðan:

  

Dagskrá 24. mars
10-12   Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda – Bændaferða hf.
 12-13  Hádegisverður og orð dagsins frá gæðastjóra
 13-15  Aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda
 15-16  Kynning á birgjum (nánar auglýst síðar)
 16-19  Vettvangsferð að hætti heimamanna

  

Kvöldverður og skemmtun á Hótel Laka hefst kl. 20.  Fordrykkur í boði FASTUS.

  

Dagskrá 25. mars:
10-13  Frh. á aðalfundi Félags ferðaþjónustubænda.
13-14  Hádegisverður fyrir brottför 

 

_____________________________

  

Gisting - sérkjör til félaganna á Hótel Laka, Geirlandi og Hunkubökkum: 

  • 2ja manna herbergi með morgunverði:    6.000 kr.
  • Eins manns herbergi með morgunverði:    5.000 kr.

  

Kvöldverður og skemmtun:  3.500 kr. á mann

  

Hádegisverðir og kaffi í boði Ferðaþjónustu bænda – Bændaferðir hf.
Vettvangsferð í boði Félags ferðaþjónustubænda

 
_____________________________

  

SKRÁNING Á SKRIFSTOFU Ferðaþjónustu bænda;  sími 570-2700 eða sveit@sveit.is.

  

Dagskráin í pdf

 

í nágrenni