Vetrarhátíð í Ríki Vatnajökuls



Vetrarhátíð í Ríki Vatnajökuls

05.03.2010 | Berglind Viktorsdóttir

 

Í Ríki Vatnajökuls ríkir nú hátíðarstemning.  Á tímabilinu 26. febrúar fram yfir páska er boðið upp á sérstaka vetrardagskrá og er þema hátíðarinnar ferðalag.  Hátíðin hófst á Ísklifurhátíð í Öræfum og helgina 4.-7. mars verður Norðurljósablús haldinn í fimmta sinn á Höfn í Hornafirði.  Á vetrarhátíðinni verður margt annað í boði, s.s. listasýningar (þ.á.m. nokkrar ljósmyndasýningar), málþing um hreindýr, vetrargleði á Þorbergssetri og söguslóðaferð.  

 

Ríki Vatnajökuls er stórfenglegt svæði út frá náttúrunnar hendi og undirstrikar vetrarhátíðin það sem er að gerast í menningu og mannlífi svæðisins í dag.  Það er því tilvalið að skella sér á vetrarhátíð í Ríki Vatnajökuls og á sama tíma nota tækifærið og dvelja hjá einhverjum félaga okkar innan Ferðaþjónustu bænda sem hefur opið yfir vetrartímann
 

Nánari upplýsingar um vetrarhátíðina.

í nágrenni