Viðurkenning til Narfastaða



Viðurkenning til Narfastaða

06.04.2010 | Oddný Björg Halldórsdóttir

 
Studiosus er stór þýsk ferðaskrifstofa sem selur hópferðir til margra landa og þar á meðal til Íslands.   Árlega senda þeir spurningalista til sinna viðskiptavina, þar sem spurt er um aðbúnað, hreinlæti, þjónustu, gæði máltíða  o.fl.   Þeir staðir sem skora yfir 95% í öllum þáttum fá viðurkenningu.   Af yfir 40 stöðum sem gist var á árið 2009 fengu aðeins 2 staðir á Íslandi þessa viðurkenningu.  Annar af þeim eru Narfastaðir í Þingeyjarsveit. 
 
Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu og óskum  við þeim Rósu Ösp Ásgeirsdóttur, Unnsteini Ingasyni og Inga Tryggvasyni á Narfastöðum innilega til hamingju. 

í nágrenni