Ferðaþjónustubændur í útrás!
29.03.2010
| Berglind Viktorsdóttir
Um miðjan mars héldu Guðmundur og Vordís ferðaþjónustubændur á Hótel Núpi í Dýrafirði til Seattle með þorrablót fyrir um 200 manns. Þetta er í fjórða sinn sem Guðmundur heldur þorrablót fyrir Íslendinga í Seattle og var það fjölmennasta blót í fjölda ára.
Guðmundur og Vordís notuðu ferðina þarna úti og skelltu sér á bændamarkað í Ballard í Seattle sem er haldin vikulega alla sunnudaga. Það er gaman að heyra af félögum í útrásarhug, en þess má nú líka geta að það er ýmislegt á döfinni hjá Guðmundi og Sigurði bróður hans á Hótel Núpi í Dýrafirði á næstunni, m.a. í tengslum við „Aldrei fór ég suður“ á Ísafirði um páskana og málþing um umhverfisvæna Vestfirði þann 17. apríl.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Guðmundur og Vordís tóku í Seattle.