Kjósin heill heimur handan Esjunnar!
25.05.2010
| Berglind Viktorsdóttir
Út er kominn bæklingurinn „Kjósin heill heimur handan Esjunnar!“ en í honum er að finna upplýsingar um það sem náttúran og heimamenn í Kjósinni geta boðið gestum upp á. Allir þeir sem hafa áhuga á útivist; göngu- og fjöruferðum, veiði, golfi, gömlum munum, handverki og afurðum beint frá bónda ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á svæðinu.
Það eru ferðaþjónustubændur á Hjalla og Eyrarkoti sem áttu frumkvæði að gerð þessa bæklings, sem var að sjálfsögðu unninn af fyrirtæki í heimabyggð, Sögumiðlun. Þetta er flott framtak og óskum við Kjósverjum til hamingju með framtakið.
Skoða bæklinginn (2 MB)