Kátt í Kjósinni



Kátt í Kjósinni

15.07.2010 | Oddný Björg Halldórsdóttir

Ferðaþjónustuaðilar í Kjósinni bjóða upp á skemmtilegar uppákomur á laugardaginn 17. júlí 2010.  Hoppukastali verður settur upp við Kaffi kjós, boðið verður upp á ferðir í heyvagni frá ferðaþjónustubænum Eyrarkoti, frítt verður í veiði í Meðalfellsvatni kl. 13.- 17 og sett verður Íslandsmeistaramót Poulsen í heyrúlluskreytingum.
 
Á Laxárnestúninu neðan við Félagsgarð, á milli kl. 13:30 og 15:30 gefst áhugasömum kostur á að taka þátt í keppni um að skreyta plastaðar heyrúllur með frjálsri aðferð.
 
Það er alveg tilvalið að skella sér í sveitina og upplifa bæði sveitastemminguna og allt það skemmtilega sem á boðstólum veður í Kjósinni.
 
Sjá meiri upplýsingar á http://kjos.is/ 

í nágrenni