Berjaspretta með besta móti



Berjaspretta með besta móti

08.08.2010 | Oddný Björg Halldórsdóttir

Berjaspretta virðist ætla að verða með besta móti í sumar.  Tilvalið er að fara út á land gista hjá bændum og fylla baukana af berjum í næsta nágrenni.  Við mælum með því að kíkja á vefinn www.berjavinir.com sem er ótrúlega skemmtilegur vefur með öllum þeim upplýsingum sem hægt er að hugsa sér um ber og berjasprettu. 
 

Gleðjum börnin. Förum í berjamó.  Hressandi útivera í íslenskri náttúru.
 
Sjá10.gr. reglugerðar um náttúruvernd:
 
"Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla. Á óræktuðu landi er öllum heimilt að lesa villt ber til neyzlu á vettvangi. Óheimilt er að nota tæki við berjatínslu, ef uggvænt þykir að spjöll á góðri hljótist af notkun þeirra. Er Náttúruverndarráði rétt að banna notkun slíkra tiltekinna tækja".

Þá er almannaréttur einnig tryggður með lögum og reglum. Samanber eftirfarandi málsgrein frá Umhverfisstofnun

" Heimilt er að tína ber, sveppi, fjörugróður og aðrar jurtir en ef tínt er í miklum mæli innan eignarlanda þarf til þess leyfi. Heimilt er að tína ber og jurtir á þjóðlendum og afréttum. Athugið að nokkrar jurtir sem vaxa í íslenskri náttúru eru fágætar og friðaðar og óleyfilegt er að skerða þær."

í nágrenni