Virðum leikreglur á vinnumarkaði - viljayfirlýsing um samstarf



Virðum leikreglur á vinnumarkaði - viljayfirlýsing um samstarf

24.09.2010 | Berglind Viktorsdóttir

Starfsgreinasamband Íslands, f.h. aðildarfélaga sinna, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónusta bænda, embætti Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnun Íslands skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um samstarf sem miðar að því að vinna gegn óskráðri svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum, þ.e. í veitinga- og gistihúsum, greiðasölu og hliðstæðri starfsemi.

 

Það er markmið samstarfsins að hvarvetna sé fylgt ákvæðum kjarasamninga í ferðaþjónustugreinum og að leikreglur á vinnumarkaði séu virtar.  Markmiðinu hyggjast samstarfsaðilar ná með markvissu vinnustaðaeftirliti, gegnsæi og miðlun upplýsinga milli aðila.  Samstarfsaðilarnir hvetja vinnuveitendur og starfsfólk til þess að virða reglur um vinnustaðaskírteini þar sem þau auðvelda m.a. gegnsæi í því sambandi að um lögmæta, skráða atvinnustarfsemi sé að ræða á viðkomandi vinnustað.

 

í nágrenni