Brekkulækur í Miðfirði fær hvatningarverðlaun SSNV
24.11.2010
| Hildur Fjóla Svansdóttir
Einn af okkar bæjum Brekkulækur í Miðfirði fékk árleg hvatningarveðlaun
samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Verðlaunin eru veitt fyrir framsýni og frumkvæði sem eigendur ferðaþjónustunnar á Brekkulæk hafa sýnt við uppbyggingu fyrirtækisins. Þau vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra og er viðurkenning á góðum árangri í starfi og hvatning til áframhaldandi nýsköpunar og þróunar.
Arinbjörn Jóhannson stofnaði ferðaþjónustuna fyrir 33 árum með því að bjóða upp á gistingu og skipulagðar hestaferðir en Arinbjörn er þekktur fyrir hestaferðir sínar en hann hefur einnig boðið uppá gönguferðir um hálendið, veiði á Arnarvatnsheiði o.fl.
Sjá má upplýsingar um Brekkulæk hér. Við erum mjög stolt að hafa Brekkulæk innan okkar samtaka og óskum þeim innilega til hamningju.