Nýr meðlimur: Brúnalaug í Eyjafirði



Nýr meðlimur: Brúnalaug í Eyjafirði

24.09.2012 | María Reynisdóttir
Brúnalaug gistiheimiliNýjasti meðlimur í Ferðaþjónustu bænda er Brúnalaug gistiheimili. 
 
Brúnalaug er vel útbúið og fjölskylduvænt einbýlishús á friðsælum og fallegum stað í Eyjafjarðarsveit, aðeins 12 km frá Akureyri með gistipláss fyrir 5 manns. Við húsið er verönd með grilli og heitum potti.

Á Brúnalaug er einnig garðyrkjustöð. Hægt er að fá að skoða gróðurhúsin og grænmeti af býlinu er til sölu, m.a. paprikur, agúrkur og steinselja. Einnig er mikið fuglalíf á svæðinu, skemmtilegar gönguleiðir og stutt er í sundlaug, golf, Jólagarðinn og Smámunasafn Sverris Hermannssonar.

Nánari upplýsingar hér.

í nágrenni