Ferðaþjónustu bænda hlýtur viðurkenningu Vakans



Ferðaþjónustu bænda hlýtur viðurkenningu Vakans

19.11.2015 | Bryndís Pjetursdóttir

Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans  sem veitt var við hátíðlega athöfn á uppskeruhátið félagsmanna þann 16. nóvember 2015. Á sama tíma fékk fyrirtækið gull umhverfismerki Vakans fyrir áherslur í sjálfbærni og umhverfismálum.

Það er fyrirtækinu mikill heiður að hljóta viðurkenningu Vakans sem hefur það markmið að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi. Gæða- og umhverfisviðmið Vakans fela í sér viðameiri úttektir á starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi

„Við hjá Ferðaþjónustu bænda höfum frá upphafi lagt ríka áherslu á að efla gæði og sjálfbærni í starfsemi okkar og vinnum markvisst að ná settum markmiðum fyrirtækisins. Viðurkenning Vakans fyrir gæða- og umhverfismál er starfsmönnum fyrirtækisins mikil hvatning og veitir okkur innblástur til að vinna enn frekar að umbótum.“ sagði Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda. 

Við þökkum starfsfólki Vakans fyrir góða ráðgjöf á undanförnum mánuðum og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Ferðaþjónustu bænda hlýtur viðurkenningu Vakans

Á mynd frá vinstri Alda Þrastardóttir frá Ferðamálastofu, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri, Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri, ásamt Áslaugu Briem frá Ferðamálstofu. 

í nágrenni