Nýr félagi: Óbyggðasetur Íslands



Nýr félagi: Óbyggðasetur Íslands

11.04.2016 | Bryndís Pjetursdóttir

Óbyggðasetur Íslands býður upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu eins og hestaferðir, gönguferðir, dagsferðir ásamt lengri ferðum með leiðsögn. Setrið er staðsett nærri botni Norðurdals í Fljótsdal við jaðar Vesturöræfa þar sem bíða ferðamanna víðáttur og náttúrukyrrð í ægifögru umhverfi.

 
Óbyggðasetur Íslands 

Einstök gistiupplilfun!

Boðið er upp á gistingu í fjórum herbergjum með sameiginlegu baði, í baðstofu, lokrekkjum og í fjölskylduherbergi með baði inn af baðstofunni. Veitingar eru bornar fram í eldhúsi og betri stofum heimilisins. Setrið býður upp á einstaka gistiupplifun og ævintýraferð aftur til gamla tímans í bóndabæ frá miðri 20. öld.

 
Við bjóðum Örnu og Denna ferðaþjónustubændum á Óbyggðasetri Íslands velkomin í samtök Ferðaþjónustu bænda.

Nánari upplýsingar um Óbyggðasetur Íslands / Wilderness Center

í nágrenni