Fréttir af Leonardo ferðalöngum
12.11.2007
| Marteinn Njálsson
Þessa dagana eru 3 félagar á erlendri grundu til að kynna sér það sem kollegar þeirra eru að gera í ferðaþjónustu á sínum heimaslóðum. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á bloggsíðum.
Björg í Efsta-Dal og Eyrún Anna á Flugumýri eru nú að kynna sér ferðaþjónustu í Svíþjóð og Danmerku og þessa dagana. Þær eru sérstaklega að skoða matartengda - og hestatengda ferðaþjónustu og hægt er að fylgjast með ferðalaginu á bloggsíðunni hennar Bjargar - sjá hér.
Svo er hún Birna á Breiðavík stödd í Skotlandi að kynna sér náttúru- og menningartengda ferðaþjónustu en Þorbjörg og Fjölnir á Hala munu bætast í þann hóp næstkomandi föstudag. Sjá heimasíðuna hennar Birnu hér.
Þá var hún Guðbjörg í Sveinbjarnargerði búin að fara til Finnlands og má lesa ferðasöguna hennar á http://www.finnlandsfari.blogspot.com/.
Eva Björk á Hótel Laka mun síðan reka lestina en hún mun fara til Finnlands að kynna sér heilsutengda ferðaþjónustu eins og Guðbjörg. Þið fáið fréttir af því síðar!