Hópur ferðaþjónustubænda fór í þriggja daga ferð til Þýskalands um miðjan nóvember og var gist í borginni Koblenz sem er á mörkum Rínar og Mósel. Ferðin var skipulögð af utanlandsdeild Ferðaþjónustu bænda.
Ferðin var mjög vel heppnuð og var félagsskapurinn góður. Að sjálfsögðu voru söfn og dómkirkjur skoðaðar í ferðinni, farið í vínsmökkun og sameiginlegan kvöldverð. Ekki má gleyma verslunargötunum, kaffihúsunum og veitingarhúsunum og á laugardeginum var fyrsti dagur jólamarkaðanna í Þýskalandi þar sem ýmis varningur er borinn á torg og víða hægt að smakka á hinu hefðbundna Glüh-víni.
Að sjálfsögðu er stefnt að annarri ferð ferðaþjónustubænda á sama tíma að ári.
Ferðasagan:
Flogið var til Frankfurt að morgni fimmtudagsins 22. nóvember. Á leiðinni til Koblenz var stoppað í bænum Rüdesheim þar sem ferja var tekin yfir ána Rín. Eftir tveggja klukkutíma ferð var síðan komið í Mercure Hotel Koblenz þar sem gist var í 3 nætur.
Inga Ragnarsdóttir var fararstjórinn í ferðinni
Á föstudeginum var borgin Trier heimsótt. Borgin er með elstu borgum Þýskalands og þar má finna margar fornar minjar frá tímum Rómverja. Porta Negra í Trier er með heillegustu minjum frá tímum Rómverja.
Víða er vínviður við Mosel og Rín. Hér er horft niður á gamlan hringleikavang frá tímum Rómverja.
Hópurinn í myndatöku við Porta Negra.
Gengið frá Porta Negra inn í miðborg Trier þar sem við eyddum um 4 klukkustundum.
Hér eru þær Sigurbjörg frá Eyvindará, Bergljót frá Haga I, Erna frá Suður-Bár og Andrea frá Neðra-Vatnshorni fyrir utan safn sem sýndi gamalt baðhús frá tímum Rómverja.
Hér eru rústir frá baðhúsi frá tímum Rómverja sem er kennt við Barböru og var fimmta stærsta baðhús í Rómaveldi.
Á leiðinni frá Trier var farið í vínsmökkun hjá Klaus Lex í Leiwen.
Í vínsmökkuninni. Fjölnir og Þorbjörg frá Hala, Marteinn og Erna frá Suður-Bár, Sigurbjörn og Laufey frá Smyrlabjörgum, Eyjólfur og Ingibjörg frá Hlíð.
Í vínsmökkun: Njörður í Brattholti, Jóhannes á Höfðabrekku, Stefán og Ragnheiður á Ensku húsunum, Lára í Brattholti, Bergljót og Jón frá Haga I, Ólöf og Matthías frá Skúlagarði.
Í vínsmökkun: Andrea frá Neðra Vatnshorni, Sigurbjörg frá Eyvindará, Jón og Guðrún á Eldá, Jón og Sigurlaug á Brunnhól og Sólveig á Höfðabrekku.
Sævar framkvæmdastjóri að bæta brenni í eldinn.
Hér er freyðivín tilbúið til afhendingar á lagernum.
Á laugardeginum var frjáls dagur í borginni Koblenz. Hér erum við á göngu um morguninn undir leiðsögn Ingu.
Hinumegin árinnar Rín er virkið Ehrenbreitstein sem var upphaflega kastali byggt af Ehrenbert nokkrum í kringum árið 1000. Núverandi virki var byggt af Prússum í byrjun 19. aldar sem hluti af varnarkerfi svæðisins gagnvart Frökkum.
Hér erum við í Koblenz á "Deutschen Eck" eða þýska horninu a mótum Rínar og Mosel. Styttan er af Vilhjálmi I þýskalandskeisara sem sameinaði Þýskaland í eitt ríki á 19. öld. Styttan var reist 1897.
Á flugvellinum í Frankfurt fyrir heimförina