Nú nýverið fékk Ferðaþjónusta bænda gæðaviðurkenningu fyrir Leonardó mannaskiptaverkefnið „Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu".
Verkefnið hlýtur viðurkenningu fyrir frumleika, stjórnun, árangur, niðurstöður og ávinning fyrir umhverfið. Frumkvæði samtakanna að því að bjóða félagsmönnum sínum upp á námsheimsóknir af þessu tagi hlaut góðar undirtektir. Verkefnið var einstalega vel skipulagt og framkvæmd var til fyrrimyndar. einstakur áhugi og metnaður var lagður í verkefnið, allt frá skipulagi og vali þátttakenda, til dreifingar og kynningar á niðurstöðum. Ferðirnar opnuðu augu þátttakenda fyrir nyjum möguleikum sem hægt er að koma í framkvæmd í ferðaþjónustu og fjöldi hugmynda leit dagsins ljós sem munu verða þróaðar frekar innanlands eða með samstarfsaðilum í Evrópu.
Það var árið 2004 sem Félag ferðaþjónustubænda sótti um styrk til starfsmenntaáætlunar Leonardó og var umsóknin samþykkt. Það voru sex félagsmenn sem fóru út haustið 2004 og eru þeir reynslunni ríkari eftir að hafa kynnst starfsfélögum sínum í Noregi, Skotlandi og Eistlandi.
Ferðaþjónusta bænda er stolt af þessari viðurkenningu sem hvetur til enn frekara samstarfs við Leonardó skrifstofuna á Íslandi. Starfsmenntaáætlun Leonardó gefur fólki frábært tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, styrkja sjálfan sig auk þess sem þetta veitir bæði einstaklingum og fyrirtækjum/samtökum þeim tengdum innblástur og metnað til að gera enn betur.
Fyrirmyndarverkefni Leonardó: Gæðaviðurkenning fyrir mannaskiptaverkefni 2003-2004
--------------------
Formáli
Mikilvægi mannaskiptaverkefna í Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni nýtur síaukins skilnings. Þau eru sýnilegri og þátttaka í þeim almennari en ýmsum öðrum hlutum Leonardó og eru þau oft kölluð „andlit áætlunarinnar" út á við. Um 2000 Íslendingar hafa fengið styrk til starfsþjálfunar í gegnum Leonardó áætlunina síðan hún hóf göngu sína árið 1995. Fjöldinn hefur vaxið úr 60 manns fyrsta árið í 200-250 hin síðari ár.
Undanfarin ár hefur Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi tekið þátt í starfi nokkurra evrópskra landsskrifstofa varðandi gæði í Leonardó mannaskiptaverkefnum. Árið 2004 var í fyrsta skipti veitt viðurkenning fyrir íslensk Leonardó fyrirmyndarmannaskiptaverkefni og voru þau verkefni frá árunum 2000-2002. Tvö verkefnanna voru síðan valin meðal 20 bestu mannaskiptaverkefna í Evrópu á evrópsku gæðaviðurkenningunni í Osló árið 2005.
Aukin áhersla er lögð á gæði í mannaskiptaverkefnum. Verkefni, sem fela í sér ráðstafanir til að búa styrkþega undir tungumála- og menningarmun, fela í sér skýra lýsingu á markmiðum, innihaldi og lengd dvalar og hvernig kennslu og þjálfun verður háttað, njóta forgangs. Einnig skiptir miklu máli að sýnt sé fram á það hvernig árangur verður sannreyndur og að starfsþjálfun sé metin að fullu inn í nám þeirra. Þetta eru þeir þættir sem hafðir eru að leiðarljósi við val fyrirmyndarverkefna.
Til að standa að vali á íslenskum fyrirmyndarverkefnum að þessu sinni var valinn hópur sérfræðinga um málefnið. Í nefndinni áttu sæti, auk starfsfólks frá Landsskristofu Leonardó og mennt, fulltrúi frá „Socrates" menntaáætlun ESB, frá menntamálaráðuneyti, skólakerfi og atvinnulífi. Unnið var samkvæmt ákveðnum verklagsreglum sem þróaðar hafa verið í samstarfi 12 evrópskra landsskrifstofa. Þau atriði sem skoðuð voru með tilliti til matsins eru eftirfarandi:
Frumleiki
Stjórnun
Niðurstöður og árangur
Áhrif
Veittar verða viðurkenningar fyrir fjóra flokka mannaskiptaverkefna:
Fólk í grunnstarfsnámi
Fólk í háskólanámi
Nýútskrifaðir stúdentar og ungt fólk á vinnumarkaði
Kennarar, leiðbeinendur og stjórnendur
Í þessu riti er að finna upplýsingar um 12 af 64 verkefnum áranna 2003 og 2004 sem hæstu einkunn hlutu. Það er von okkar, sem að þessu stöndum að viðurkenningin verði verkefnisstjórum hvatnign til áframhaldandi góðra verka og auki vöxt og velgengni Leonardó áætlunarinnar á Íslandi.
Þórdís Eiríksdóttir, verkefnisstjóri mannaskiptaverkefna, Landsskrifstofu Leonardó, Íslandi
Verkefnin 12 voru:
Starfsþjálfun erlendis til að bæta tungumálakunnáttu og menningarfærni, Verslunarskóli Íslands
Starfsþjálfun í tannsmíði, Tannsmíðaskólinn
Starfsþjálfun í opinberri stjórnsýslu í Evrópu, Háskóli Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
BÍSN starfsþjálfun, Bandalag íslenskra námsmanna
Starfsreynsla í Evrópu 2004, Stúdentaferðir
Hvatning nemenda með námsörðugleika, Menntaskólinn á Egilsstöðum
Þjálfun slökkviliðsmanna, Brunamálaskóli Íslands
Nýjar aðferðir í starfsráðgjöf, Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða
Mat á færni einstaklingsins, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu, Ferðaþjónusta bænda
Þróun menntunar í hönnun og og handverki, Starfsgreinaráð hönnunar og handverks
(Heimild: Fyrirmyndarverkefni Leonardó: Gæðaviðurkenning fyrir mannaskiptaverkefni 2003-